Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

117. fundur 16. desember 2015 kl. 18:00 - 18:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 201

1511007F

Fundargerð 201. fundar bæjarráðs er lögð fram á 117. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 201 Lagður fram tölvupóstur verkefnisstjóra Reykjanes Geopark dags. 19.11.2015. Í póstinum er að finna tilkynningu UNESCO um samþykkta áætlun fyrir jarðvanga, og að Reykjanes Geopark ásamt Katla Geopark séu á þessum lista.
    Bæjarráð fagnar þessum merka áfanga í sögu Jarðvangsins.
    Bókun fundar Erindi verkefnisstjóra Reykjanes Geopark dags. 19.11.2015. Í póstinum er að finna tilkynningu frá UNSECO um samþykkta áætlun fyrir jarðvanga, og að Reykjanes Geopark ásamt Katla Geopork séu á þessum lista.

    Niðurstaða 201. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð fagnar þessum merka áfanga í sögu jarðvangsins.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 201. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 201 Lagður fram tölvupóstur Innanríkisráðuneytisins dags. 25.11.2015, tilkynning um breytingu á lögræðislögum, sem tekur gildi 1.1.2016. Bókun fundar Tölvupóstur Innanríkisráðuneytisins dags. 25.11.2015, tilkynning um breytingu á lögræðislögum, sem tekur gildi 1.1.2016.

    Niðurstaða 201. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 201. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 201 Lagt fram erindi eigenda Narfakots, dags. 16.11.2015. Jafnframt er lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málið. Í erindi eigenda Narfakots er þess farið á leit að sveitarfélagið standi strauma fkostnaði við uppfærslu gagna varðandi sölu jarðarinnar á sínum tíma.
    Bæjarráð fellst á beiðnina og felur bæjarstjóra að annast umsjón með málinu.
    Bókun fundar Erindi eigenda Narfakots, dags. 16.11.2015. Jafnframt er lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málið. Í erindi eigenda Narfakots er þess farið á leit að sveitarfélagið standi strauma fkostnaði við uppfærslu gagna varðandi sölu jarðarinnar á sínum tíma.

    Niðurstaða 201. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð fellst á beiðnina og felur bæjarstjóra að annast umsjón með málinu.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 201. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 201 Lagt fram erindi Samtaka um kvennaathvarf, dags. 26.11.2015. Í erindinu er óskað eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2016, að fjárhæð kr. 150.000.
    Bæjarráð samþykkir að styrkja samtökin um kr. 30.000 árið 2016.
    Bókun fundar Erindi Samtaka um kvennaathvarf, dags. 26.11.2015. Í erindinu er óskað eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2016, að fjárhæð kr. 150.000

    Niðurstaða 201. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að styrkja samtökin um kr. 30.000 árið 2016

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 201. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 201 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 30.11.2015, ásamt reglugerð um lögreglusamþykktir.
    Bæjarráð samþykkir að reglugerð um lögreglusamþykktir nr. 1127/2007 verði höfð til fyrirmyndar við gerð lögreglusamþykkt sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Minnisblað bæjarstjóra dags. 30.11.2015, ásamt reglugerð um lögreglusamþykktir.

    Niðurstaða 201. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að reglugerð um lögreglusamþykktir nr. 1127/2007 verði höfð til fyrirmyndar við gerð lögreglusamþykkt sveitarfélagsins.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 201. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 201 Lagt fram bréf Björgunarsveitarinnar Skyggnis, dags. 16.11.2015.
    Um leið og bæjarráð þakkar Björgunarsveitinni Skyggni fyrir samstarfið á liðnum árum harmar bæjarráð að ekki skuli nást samningar milli sveitarfélagsins og björgunarsveitarinnar.
    Bókun fundar Bréf Björgunarsveitarinnar Skyggnis, dags. 16.11.2015 þar sem drögum að samstarfssamningi er hafnað.

    Niðurstaða 201. fundar bæjarráðs:
    Um leið og bæjarráð þakkar Björgunarsveitinni Skyggni fyrir samstarfið á liðnum árum harmar bæjarráð að ekki skuli nást samningar milli sveitarfélagsins og björgunarsveitarinnar.

    Til máls tóku: JHH, BBÁ
    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 201. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 201 Vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun 2016 - 2019. Bókun fundar Vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun 2016 - 2019.

    Niðurstaða 201. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 201. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 201 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði). Samband íslenskra sveitarfélaga hefur þegar sent inn umsögn um frumvarpið, sem jafnframt er lögð fram. Bókun fundar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði). Samband íslenskra sveitarfélaga hefur þegar sent inn umsögn um frumvarpið, sem jafnframt er lögð fram.

    Niðurstaða 201. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 201. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 201 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára. Bókun fundar Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára.

    Niðurstaða 201. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 201. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 201 Tekið fyrir að nýju erindi Sýslumannsins í Keflavík, sem óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um umsókn Rents ehf. til starfrækstlu gistiskála. Lagður fram tölvupóstur sýslumanns dags. 18.11.2015 ásamt minnisblaði bæjarstjóra dags. 18.11.2015.
    Bæjarráð fellst ekki á umsókn um starfrækslu gistiskála í viðkomandi eign, þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi svæðisins.
    Bókun fundar Tekið fyrir að nýju erindi Sýslumannsins í Keflavík, sem óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um umsókn Rents ehf. til starfrækslu gistiskála. Lagður fram tölvupóstur sýslumanns dags. 18.11.2015 ásamt minnisblaði bæjarstjóra dags. 18.11.2015.

    Niðurstaða 201. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð fellst ekki á umsókn um starfrækslu gistiskála í viðkomandi eign, þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi svæðisins.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 201. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 201 Lögð fram fundargerð 379. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Fundargerð 379. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

    Niðurstaða 201. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 201. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 201 Lögð fram fundargerð 464. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja Bókun fundar Fundargerð 464. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja

    Niðurstaða 201. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 201. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 201 Lögð fram fundargerð 16. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja. Bókun fundar Fundargerð 16. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja.

    Niðurstaða 201. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 201. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 201 Lögð fram fundargerð 5. fundar stjórnar byggðasamlags um Brunavarnir Suðurnesja. Bókun fundar Fundargerð 5. fundar stjórnar byggðasamlags um Brunavarnir Suðurnesja.

    Niðurstaða 201. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 201. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 201 Lögð fram fundargerð 100. og 101. funda Þjónustuhóps aldraðra. Bókun fundar Fundargerðir 100. og 101. funda Þjónustuhóps aldraðra.

    Niðurstaða 201. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 201. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 201 Lögð fram fundargerð 107. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar. Bókun fundar Fundargerð 107. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar.

    Niðurstaða 201. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 201. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 202

1512003F

Fundargerð 202. fundar bæjarráðs er lögð fram á 117. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 202 Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga das. 26.11.2015, um gerð leiðbeininga um störf almannavarnanefnda. Erindið hefur einnig verið lagt fram í almannavarnanefnd. Bókun fundar Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga das. 26.11.2015, um gerð leiðbeininga um störf almannavarnanefnda. Erindið hefur einnig verið lagt fram í almannavarnanefnd.

    Niðurstaða 202. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 202. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 202 Lagt fram erindi vinnuhópsins "1001" - ákall til stjórnmálamanna. Bókun fundar Erindi vinnuhópsins "1001" - ákall til stjórnmálamanna.

    Niðurstaða 202. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 202. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • 2.3 1512031 Beiðni um styrk.
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 202 Erindi stjórnar Foreldrafélags Stóru-Vogaskóla, beiðni um fjárstyrk kr. 50.000
    Bæjarráð samþykkir erindið, færist á lið 0589-9991.
    Bókun fundar Erindi stjórnar Foreldrafélags Stóru-Vogaskóla, beiðni um fjárstyrk kr. 50.000

    Niðurstaða 202. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir erindið, færist á lið 0589-9991.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 202. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 202 Erindi Ungmennafélagsins Þróttar dags. 10.12.2015, beiðni um að fá að selja nafn íþróttamiðstöðvar til tekjuöflunar.
    Bæjarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Erindi Ungmennafélagsins Þróttar dags. 10.12.2015, beiðni um að fá að selja nafn íþróttamiðstöðvar til tekjuöflunar.

    Niðurstaða 202. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning fyrir sitt leyti.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 202. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tók: BBÁ
  • 2.5 1506014 Fluglestin
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 202 Erindi Runólfs Ágústssonar f.h. félags um þróun hraðlestar, dags. 10.12.2015, ásamt drögum að samstarfssamningi um þróun hraðlestar.
    Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Erindi Runólfs Ágústssonar f.h. félags um þróun hraðlestar, dags. 10.12.2015, ásamt drögum að samstarfssamningi um þróun hraðlestar.

    Niðurstaða 202. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 202. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: JHH, BBÁ, BS.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 202 Lagður fram viðauki nr. 7_2015. Í viðaukanum er gert ráð fyrir ráðstöfunum vegna afturvirkra launahækkana sem nýgerðir kjarasamningar hafa í för með sér, að fjárhæð 8 m.kr.
    Bæjarráð samþykkir viðaukann.
    Bókun fundar Viðauki nr. 7_2015. Í viðaukanum er gert ráð fyrir ráðstöfunum vegna afturvirkra launahækkana sem nýgerðir kjarasamningar hafa í för með sér, að fjárhæð 8 m.kr.

    Niðurstaða 202. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir viðaukann.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 202. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tók: BBÁ
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 202 Lögð fram lokadrög að áætlun 2016 - 2019, uppreiknuð m.v. nýgerða kjarasamninga og endurskoðuðum tekjuforsendum. Bæjarráð samþykkir drögin og vísar málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn. Bókun fundar Lokadrög að áætlun 2016 - 2019, uppreiknuð m.v. nýgerða kjarasamninga og endurskoðuðum tekjuforsendum.

    Niðurstaða 202. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir drögin og vísar málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 202. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 202 Lögð fram fundargerð 47. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Bókun fundar Fundargerð 47. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

    Niðurstaða 202. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 202. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 202 Lögð fram fundargerð 253. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja Bókun fundar Fundargerð 253. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja

    Niðurstaða 202. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 202. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 202 Lögð fram fundargerð 823. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga Bókun fundar Fundargerð 823. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

    Niðurstaða 202. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 202. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 202 Lögð fram fundargerð 22. fundar stjórnar Reykjanes Geopark Bókun fundar Fundargerð 22. fundar stjórnar Reykjanes Geopark

    Niðurstaða 202. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 202. fundar bæjarráðs er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

3.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 75

1512001F

Fundargerð 75. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 117. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 75 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði við Vogabraut dags. 30.11.2015 vegna fyrirhugaðrar súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Tillaga að deiliskipulagi hefur verið kynnt í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði við Vogabraut dags. 30.11.2015 vegna fyrirhugaðrar súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju.

    Niðurstaða Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Tillaga að deiliskipulagi hefur verið kynnt í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 75. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tók: ÁE

4.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 57

1512002F

Fundargerð 57. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 117. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 57 Rætt um gjaldskrá íþróttamiðstöðvar. Sérstaklega um gjald vegna útleigu félagsmiðstöðvar og íþróttasals í tengslum við afmælisveislur. Ákveðið að halda gjaldi og fyrirkomulagi óbreyttu. Bókun fundar Rætt um gjaldskrá íþróttamiðstöðvar. Sérstaklega um gjald vegna útleigu félagsmiðstöðvar og íþróttasals í tengslum við afmælisveislur.

    Niðurstaða 57. fundar Frístunda- og menningarenfdar:
    Ákveðið að halda gjaldi og fyrirkomulagi óbreyttu.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 57.fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 57 Málið var rætt á síðasta fundi FMN og var þá farið yfir hugmyndir að breytingum á reglugerð um val á íþróttamanni ársins í Vogum. Eftir frekari endurskoðun og umræður eru breytingar afgreiddar og samþykktar og verða sendar áfram til staðfestingar bæjarstjórnar. Bókun fundar Málið var rætt á síðasta fundi FMN og var þá farið yfir hugmyndir að breytingum á reglugerð um val á íþróttamanni ársins í Vogum.

    Niðurstaða 57. fundar Frístunda- og menningarenfdar:
    Eftir frekari endurskoðun og umræður eru breytingar afgreiddar og samþykktar og verða sendar áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Bergur Brynjar Álfþórsson leggur til að í 4. tl. falli síðari hluti setningarinnar brott og verði því svohljóðandi: "Afreksmaður búi í Vogum." Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
    Afgreiðsla 57.fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tók: BBÁ, JHH.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 57 Haldið var áfram vinnu við gerð menningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Drög að menningarstefnu verða send út til kynningar og umsagnar í framhaldinu. Bókun fundar Haldið var áfram vinnu við gerð menningarstefnu fyrir sveitarfélagið.

    Niðurstaða 57. fundar Frístunda- og menningarenfdar:
    Drög að menningarstefnu verða send út til kynningar og umsagnar í framhaldinu.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 57.fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tók: BBÁ
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 57 Fundargerðin lögð fram og rædd. Bókun fundar Fundargerð Samsuð frá 30.11.2015

    Niðurstaða 57. fundar Frístunda- og menningarenfdar:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 57.fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 117. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

5.Fjárhagsáætlun 2016 - 2019

1503022

Síðari umræða um fjárhagsáætlun 2016 - 2019.
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2016 - 2019, ásamt greinargerð bæjarstjóra og tillögu að gjaldskrá sveitarfélagsins 2016.

Heildartekjur samstæðunnar eru áætlaðar 953 m.kr., sem skiptast þannig:
Skatttekjur: 537 m.kr
Framlög jöfnunarsjóðs : 280 m.kr.
Aðrar tekjur: 100 m.kr.

Heildargjöld samstæðunnar án fjármagnsliða eru áætluð 906 m.kr, sem skiptast þannig:
Laun og launatengd gjöld: 551 m.kr.
Annar rekstrarkostnaður: 311 m.kr.
Afskriftir: 44 m.kr.

Fjármunatekjur og fjármunagjöld: 47 m.kr.

Sjóðstreymisyfirlit 2016 gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 81 m.kr., en að handbært fé frá rekstri alls verði 77 m.kr. Fjárfestingar nettó eru ráðgerðar 110 m.kr. Áætlunin gerir ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 76 m.kr.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða áætlun, samhljóða með sjö atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að gjaldskrá 2016, samhljóða með sjö atkvæðuðm.
Bæjarstjórn samþykkir að miða við að útsvarshlutfall fyrir árið 2016 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,48% af útsvarsstofni, að viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga á grundvelli samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um endurmat á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Gengið er út frá að lagabreyting þessa efnis verði afgreidd fyrir lok haustþings.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fulltrúar E-listans leggja fram svohljóðandi bókun:
Nýsamþykkt er metnaðarfull fjárhagsáætlun þar sem, þrátt fyrir þröngan fjárhag, er ekki slegið af við uppbyggingu innviða sveitarfélsgsins. Áfram er haldið við endurgerð gatna, og langt er síðan jafn vel hefur verið í lagt í viðhald fasteigna sveitarfélagsins. Á næsta ári mun reyna áfram á forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins að halda starfsemi innan heimilda eins og þeir hafa gert á líðandi ári, og mun hér eftir sem hingað til verða virkt eftirlit með því að allur rekstur verði innan heimilda. Mikil vinna hefur farið í fjárhagsáætlunargerðina og hefur bæjarráð ásamt bæjarstjóra borið hitann og þungann af þeirri vinnu. Bæjarráð hefur verið samstíga við þessa vinnu og viljum við í E-listanum þakka fulltrúa D-lista og áheyrnarfulltrúa L-lista í bæjarráði fyrir afar gott samstarf við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.


Til máls tóku: IG, BS, ÁE, JHH, BBÁ.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?