Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

193. fundur 11. maí 2022 kl. 18:00 - 18:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
 • Inga Rut Hlöðversdóttir varamaður
  Aðalmaður: Bergur Álfþórsson
 • Áshildur Linnet aðalmaður
 • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
 • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 354

2205001F

Samþykkt
Fundargerð 354. fundar bæjarráðs er lögð fram á 193. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum, samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH, BS, ÁL, IRH.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 354 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir erindið.

  Áheyrnarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
  Ég vil benda á að ítrekað hef ég rætt um að ráða atvinnuleitendur með skerta starfsgetu til sveitarfélagsins og styð því heils hugar að þessi ráðning verði heimiluð.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 354 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir umsókn umsækjanda um lóðina Skyggnisholt 16. Lóðinni er úthlutað samkvæmt gildandi gjaldskrá sveitarfélagsins og skilmálum þar að lútandi. Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra nánar hugmyndir í samstarfi við umsækjanda hvað varðar aðra þætti umsóknarinnar, m.a. um skipti á annari atvinnulóð í sveitarfélaginu. Niðurstöður þeirra viðræðna verði í kjölfarið lagðar fram til umfjöllunar í bæjarráði.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 354 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð þakkar bréfritara erindið. Erindinu er vísað til meðferðar og úrvinnslu hjá Skipulagsnefnd.

  Áheyrnarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
  Í viljayfirlýsingu L-listans sem birt var 4. apríl 2022 var sagt undir skipulagsmál:
  „L-listinn vill skoða það að bæta við einbýlishúsalóðum ofan við Dalahverfið“

  L-listinn fagnar því beiðni Arnarvirkis ehf um að vilja skipuleggja og byggja á þessu svæði sem L-listinn var að leggja til að vinna yrði hafin við.
 • 1.4 2202019 Hafnargata 101
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 354 Niðurstaða skýrsluhöfundar eru að byggingarnar séu ónýtar.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Skýrslan er lögð fram. Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 354 Lögð fram drög að afsali þar sem kemur m.a. fram hugmynd um kvaðir, komi til þess að húsnæðið verði selt.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Drögin lögð fram. Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar bæjarráðs.

 • 1.6 2202014 Framkvæmdir 2022
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 354 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Yfirlitið lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 354 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 354 Fundadrgerð 71. afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram á 354. fundi bæjarráðs.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 354 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 354 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 354 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 354 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.

2.Ráðningarheimildir sveitarfélagsins 2022

2201024

Erindi aðstoðarleikskólastjóra um heimild til hækkunar á tveimur stöðugildum leikskólakennara.
Samþykkt
Fyrir liggur erindi aðstoðarleikskólastjóra um aukningu ráðningarheimilda stöðugildis leikskólakennara og deildarstjóra við skólann.

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn samþykkir erindið, samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, ÁE, JHH, ÁL.

3.Sveitarfélagið Vogar - Ársreikningur 2021

2204016

Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga - síðari umræða.
Samþykkt
Bæjarstjórn tekur til síðari umræðu og afgreiðslu ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Fyrir fundinum liggur ársreikningur 2021, suðurliðun ársreiknings, staðfestingarbréf stjórnenda og endurskoðunarskýsla löggiltra endurskoðenda sveitarfélagsins.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn samþykkir ársreikning 2021. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi bókun:

"Þegar skoðaður er ársreikningur síðasta árs liggur það fyrir að grípa þarf til verulegra aðgerða til að rétta af hallarekstur sveitarfélagsins og koma rekstrinum á réttan kjöl.
Það vekur athygli að þrátt fyrir að tekjur sveitarfélagsins séu 17 miljónum hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun fara rekstrargjöldin 28 miljónum fram úr áætlun.
Það er aukin rekstrakostnaður og hækkandi afborganir lána sem að miklu leiti skýra þann mikla hallarekstur sem við okkur blasir.
Laun sem hlutfall af rekstrarkostnaði eru 62 % þetta hlutfall er allt of hátt og þarf að ná niður. Halli á rekstri sveitarfélagsins er 236 miljónir á árinu 2021 og ný lán voru 200 miljónir. Fjármagnsgjöld síðasta árs voru 76 miljónir og afborganir lána erum komnar yfir 90 miljónir á ári og er þetta farið að vega þungt í rekstri sveitarfélagsins. Reksturinn hefur því verið fjármagnaður með lántökum og verður það áfram á þessu ári. Velta þarf við öllum steinum í rekstrinum og til að sjá hvar er hægt að hagræða og gera betur, auk þess sem leita þarf leiða til að auka tekjur."


Fulltrúar E-listans leggja fram eftirfarandi bókun:
"Nú liggur fyrir ársreikningur 2021 og gefur hann glögga mynd af góðum árangri á erfiðum tímum. Þrátt fyrir afar krefjandi ytri aðstæður hefur okkur tekist með ómetanlegri aðstoð starfsmanna sveitarfélagsins að snúa vörn í sókn. Nú þegar má sjá mikil batamerki á rekstrinum frá síðasta ári þar sem rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir batnar umtalsvert og er nú aðeins 53 milljóna króna halli. Gert er ráð fyrir að þessi halli snúist í rekstrarafgang á þessu ári og staðan nú undir mitt ár 2022 gefur ástæðu til að ætla að þær áætlanir gangi eftir.

Lykiltölur vegna skuldbindinga sveitarfélagsins eru vel viðunandi, þar sem skuldahlutfall er aðeins 83% og skuldaviðmið 117%, hvort tveggja vel viðráðanlegt. Benda má á í því samhengi að gatnagerð hins nýja miðbæjarsvæðis var framkvæmd án lántöku.

Þrátt fyrir fullyrðingar um annað eru skuldir sveitarfélagsins aðeins tæpar 800 milljónir króna og núvirtar leiguskuldbindingar (vegna Álfagerðis) um 260 milljónir sem er allt saman vel viðráðanlegt."


Jóngeir Hjörvar Hlinason - Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:

"Þegar ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2021 er skoðaður er ljóst að veltufé sveitarfélagsins verið neikvætt annað árið í röð og því ekki rými til fjárfestinga, án lántaka. Þetta þrátt fyrir að heildartekjur af útsvari og fasteignagjöldum, ásamt framlagi jöfnunarsjóðs og öðrum tekjum hafi aukist um rúm 17% . Launakostnaður sveitarfélagsins jókst um rúm 9% en var samt 62% af tekjum sem er hátt hlutfall í samanburði við önnur sveitarfélög.
Afborganir og vextir af lánum hafa farið hækkandi í takt við auknar lántökur sem bæði hafa verið nýttar til greiðslu halla og til þeirra fjárfestinga sem farið hefur verið í. Handbært fé var þrátt fyrir lántökur á árinu í lágmarki við áramót og því þörf á meiri lántökum til að halda rekstrinum gangandi.

Skuldahlutfall sveitarfélagsins hefur farið hækkandi, þótt það sé enn undir þeim mörkum sem eftirlitsnefnd sveitarfélaga telur ásættanlegt. En við hallarekstur 3 ár í röð verða gerðar einhverjar athugasemdir af nefndinni.
Framtíð fjármála Sveitarfélagsins Voga er óljós þótt gert sé ráð fyrir viðsnúningi á rekstri á komandi árum. Það er því krefjandi verkefni nýrra bæjarfulltrúa að snúa þessu á jákvæða braut á komandi árum."

Til máls tóku:
IG, JHH, BS, BÖÓ, ÁE.

4.Kosning í nefndir og ráð, 2021 - 2022

2106041

Kosning tveggja aðalmanna og þriggja varamanna í kjörstjórn sveitarfélagsins.
Samþykkt
Áður en málið er tekið til umfjöllunar lýsir Inga Rut Hlöðversdóttir yfir vanhæfi sínu við afgreiðslu málsins.

Lögð er fram tillaga um að eftirtaldir einstaklingar verði í kjörstjórn sveitarfélagsins:

Sverrir Þór Kristjánsson, Lyngdal 10, aðalmaður
Svanhildur Kristindsdóttir, Lyngdal 1, aðalmaður
Inga Rut Hlöðversdóttir, Fagradal 9, varamaður
Elsa Lára Arnardóttir, Vogagerði 12, varamaður
Freydís Jónsdóttir, Lyngdal 9, varamaður.

Úr kjörstjórn ganga:
Hilmar Egill Sveinbjörnsson, aðalmaður
Jón Ingi Baldvinsson, aðalmaður
Svanborg Svansdóttir, varamaður
Oktavía Ragnarsdóttir, varamaður
Sigríður Baldursdóttir, varamaður

Þórdís Símonardóttir situr áfram sem aðalmaður í kjörstjórn.

Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir tilnefninguna. Samþykkt samhljóða með sex atkvæðum, IRH situr hjá.

Til máls tóku: IG
Í lok fundar tók bæjarstjóri til máls í tilefni þess að þetta er síðasti fundur hans sem bæjarstjóri. Færði hann bæjarfulltrúum og samstarfsfólki öllu þakkir fyrir samstarfið, og óskaði sveitarfélaginu velfarnaðar í framtíðinni.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Getum við bætt efni síðunnar?