Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

354. fundur 04. maí 2022 kl. 06:30 - 07:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ráðningarheimildir sveitarfélagsins 2022

2201024

Skólastjóri Stóru-Vogaskóla óskar eftir ráðningarheimild fyrir allt að 50% starfi vegna atvinnuleitanda með skerta starfsgetu.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir erindið.

Áheyrnarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
Ég vil benda á að ítrekað hef ég rætt um að ráða atvinnuleitendur með skerta starfsgetu til sveitarfélagsins og styð því heils hugar að þessi ráðning verði heimiluð.

2.Skyggnisholt 16- umsókn um lóð

2204055

Jónas Shamsudin sækir um lóðina Skyggnisholt 16. Skipulagsnefndar hefur tekið vel í erindið og ef lóðinni verði úthlutað verði farið í deiliskipulagsbreytingar skv. fyrirliggjandi tillögu.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir umsókn umsækjanda um lóðina Skyggnisholt 16. Lóðinni er úthlutað samkvæmt gildandi gjaldskrá sveitarfélagsins og skilmálum þar að lútandi. Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra nánar hugmyndir í samstarfi við umsækjanda hvað varðar aðra þætti umsóknarinnar, m.a. um skipti á annari atvinnulóð í sveitarfélaginu. Niðurstöður þeirra viðræðna verði í kjölfarið lagðar fram til umfjöllunar í bæjarráði.

3.Deiliskipulag og uppbygging á reit IB-5

2205002

Erindi Arnarvirkis ehf. um deiliskipulagningu og uppbyggingu á íbúðareit IB-5.
Frestað
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð þakkar bréfritara erindið. Erindinu er vísað til meðferðar og úrvinnslu hjá Skipulagsnefnd.

Áheyrnarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
Í viljayfirlýsingu L-listans sem birt var 4. apríl 2022 var sagt undir skipulagsmál:
„L-listinn vill skoða það að bæta við einbýlishúsalóðum ofan við Dalahverfið“

L-listinn fagnar því beiðni Arnarvirkis ehf um að vilja skipuleggja og byggja á þessu svæði sem L-listinn var að leggja til að vinna yrði hafin við.

4.Hafnargata 101

2202019

Skýrsla Verkís um ástand hússins.
Lagt fram
Niðurstaða skýrsluhöfundar eru að byggingarnar séu ónýtar.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Skýrslan er lögð fram. Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar bæjarráðs.

5.Fyrispurn varðandi kaup á húsnæði

2112004

Drög að kaupsamningi og afsali
Lögð fram drög að afsali þar sem kemur m.a. fram hugmynd um kvaðir, komi til þess að húsnæðið verði selt.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Drögin lögð fram. Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar bæjarráðs.

6.Framkvæmdir 2022

2202014

Yfirlit um stöðu framkvæmda 2.5.2022
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Yfirlitið lagt fram.

7.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2022

2201029

582. mál. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun),
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram.

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 71

2203001F

Fundargerð 71. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram á 354. fundi bæjarráðs.
Lagt fram
Fundadrgerð 71. afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram á 354. fundi bæjarráðs.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 71 Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 71 Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

9.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2022

2205003

Fundargerð 89. fundar stjórnar Heklunnar.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

10.Fundargerð Öldungaráðs Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga

2204022

11. fundur öldungaráðs Suðurnesja og Sveitarfélagsins Voga 28.03.2022
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

11.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2022

2204050

42. fundur stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja
Fundargerð
Fundur haldinn miðvikudaginn 20. apríl 2022 kl. 14:30 að Garðvegi 1, Suðurnesjabæ.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

12.Svæðisskipulag Suðurnesja-Fundargerðir

2108052

Fundargerð 30. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja 7.4.2022
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:50.

Getum við bætt efni síðunnar?