Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

188. fundur 15. desember 2021 kl. 18:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
 • Bergur Álfþórsson aðalmaður
 • Áshildur Linnet aðalmaður
 • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
 • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 344

2111007F

Samþykkt
Fundargerð 344. fundar bæjarráðs er lögð fram á 188. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.


Til máls tóku: IG, BS, JHH.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 345

2112002F

Samþykkt
Fundargerð 345. fundar bæjarráðs er lögð fram á 188. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 345 Bæjarráð lauk á fundinum vinnu við tillögu að fjárhagsáætlun 2022 - 2026.

  Tillagan verður lögð fram til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar sem fram ferð miðvikudaginn 15. desember 2021.

  Samþykkt samhljóða.

3.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 32

2112001F

Samþykkt
Fundargerð 32. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 188. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

3.3. Brekkugata 1 - 2, breyting á deiliskipulagi. Birgir Örn Ólafsson tilkynnir að hann muni ekki taka þátt í afgreiðslu þessa liðar fundargerðarinnar, vegna mögulegra hagsmuna sem kunna að koma upp síðar.

3.4. Endurskoðun aðalskipulags:
Skipulagsnefnd samþykkti skipulagstillögu dags. 10.12.2021, og beindi þeim tilmælum til bæjarstjórnar að tillagan verði samþykkt. Bæjarstjórn samþykkir tillöguna, og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 3.mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og síðar auglýst í samræmi við 31.gr. sömu laga. Bæjarstjórn staðfestir jafnframt afgreiðslu Skipulagsnefndar um að ekki sé talið tilefni til að breyta tillögunni en að innkomnar umsagnir og athugasemdir sem þegar hafa borist verði teknar til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu með öðrum umsögnum og athugasemdum að auglýsingatíma loknum. Bæjarstjórn staðfestir loks afgreiðslu Skipulagsnefndar um að erindi Landsnets verði vísað til lögmanns sveitarfélagsins.

Samþykkt með sjö atkvæðum.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum atriðum fundargerðarinnar.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BÖÓ, JHH, ÁL, BS.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 32 Afgreiða skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki efnislega athugasemd við fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar. Hins vegar eru ítrekaðar fyrri athugasemdir Sveitarfélagsins Voga vegna sveitarfélagsmarka Grindavíkurbæjar.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 32 Afgreiða skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki efnislega athugasemd við fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar. Hins vegar eru ítrekaðar fyrri athugasemdir Sveitarfélagsins Voga vegna sveitarfélagsmarka Grindavíkurbæjar.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 32 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til að kynna lóðirnar sem íbúðalóðir í nýju aðalskipulagi. Nefndin bendir á að lóðir og nýjar byggingar verður að aðlaga að eldri lóðum og byggingum þannig að götumynd verði heildstæð. Halda þarf opnu svæði meðfram grjótgarði og göngustíg. Komi til nýrra bygginga þarf að huga að gólfkóta með tillit til fyrirsjáanlegrar hækkunar sjávar og landsigs. Núverandi hús verði víkjandi með breyttu skipulagi. Nánari útfærsla verði unnar í samráði við sveitarfélagið. Nefndin setur fyrirvara um verndargildi núverandi húss. Vakin er athygli á því að umrætt svæði er í eigu sveitarfélagsins og einkaaðila.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 32 Afgreiðsla Skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir tillöguna og beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar að tillagan dagsett 10.12.2021 verði samþykkt. Þá verði tillagan send til Skipulagsstofnunar til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og síðar auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga.
  Ekki er talið tilefni til að breyta tillögunni en innkomnar umsagnir og athugasemdir sem þegar hafa borist verða teknar til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu með öðrum umsögnum og athugasemdum að auglýsingatíma loknum. Lagt er til að erindi Landsnets verði vísað til lögmanns sveitarfélagsins.

4.Fjárhagsáætlun 2022-2025

2106039

Síðari umræða um fjárhagsáætlun 2022 - 2025.
Samþykkt
Fjárhagsáætlun 2022 - 2025 er lögð fram til síðari umræðu og staðfestingar í bæjarstjórn.

Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri fylgdi áætluninni úr hlaði, og gerði grein fyrir helstu atriðum hennar.

Forseti gefur orðið laust um fjárhagsáætlunina.

Svohljóðandi bókun bæjarstjórnar er lögð fram með fjárhagsáætluninni:

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga er lögð fram til síðari umræðu og afgreiðslu. Með fundargögnum fylgir auk áætlunarinnar sjálfrar greinargerð bæjarstjóra með áætluninni, ásamt tillögu að gjaldskrá sveitarfélagsins frá og með janúar 2021.
Við gerð áætlunarinnar hefur verið tekið mið að ytri áhrifaþáttum, svo sem þjóðhagsspá, spám fjármálastofnana, spá um þróun útsvarstekna, þróun verðlags o.fl. Þá hefur einnig verið rýnt í þróun íbúafjöldans á áætlunartímabilinu, þar sem m.a. er tekið mið af þeirri uppbyggingu sem fram undan er innan sveitarfélagsins.
Útsvarsprósenta verður áfram 14,52%, líkt og undanfarin ár. Álagning fasteignaskatta verður sem hér segir:
Fasteignir í A-flokki (íbúðir, hesthús):
0,43% af fasteignamati
Fasteignir í B-flokki (opinberar byggingar):
1,32% af fasteignamati
Fasteignir í C-flokki (atvinnuhúsnæði):

1,65% af fasteignamati
Lóðarleiga
0,5% af fasteignamati
Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga eru áætluð í samræmi við áætlanir sjóðsins sjálfs, að öðru leiti en því að áætlun um tekjujöfnunarframlög er spá sveitarfélagsins, og tekur mið af þróun þeirra framlaga undanfarin ár.
Greina má hægan viðsnúning á rekstri sveitarfélagsins á áætlunartímabilinu, eftir tvö erfið ár með umtalsverðum rekstrarhalla. Áætlunin gerir ráð fyrir að gjöld umfram tekjur verði tæpar 65 milljónir króna á árinu 2022 og um 22 milljónir króna á árinu 2023. Á síðari hluta áætlunartímabilsins er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu í starfseminni. Fjármunamyndun rekstursins tekur að snúast til betri vegar þegar á næsta ári, þegar gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði um 37 m.kr. Fer sú fjárhæð hækkandi út allt áætlunartímabilið.
Fjárfestingar á árinu 2022 eru áætlaðar 309 m.kr. Stærstu einstöku liðirnir er virkjun nýs vatnsbóls og lagning nýrrar útrásar fyrir fráveitukerfið. Fjárfestingar alls áætlunartímabilsins eru áætlaðar tæplega 1,5 milljarður króna, og munar þar mest um viðbyggingu við grunnskóla sveitarfélagsins síðari hluta áætlunartímabilsins.
Til að mæta kostnaði við fjárfestingar, standa straum af hallarekstri og sem og að eiga handbært fé á hverjum tíma, þarf sveitarfélagið að ráðast í lántökur á árinu 2022, sem nemur 530 m.kr. Þörf fyrir lánsfé fer þverrandi eftir því sem líða tekur á áætlunartímabilið, þrátt fyrir þær fjárfestingar sem áætlað er að ráðast í. Ræður þar mestu áætluð bætt rekstrarafkoma og fjármunamyndum þegar líða tekur á áætlunartímabilið. Þrátt fyrir þessar auknu lántökur er gert ráð fyrir að sveitarfélagið verði innan viðmiðana sem sett eru um skuldaviðmið og skuldahlutfall samkvæmt sveitarstjórnarlögunum.

Bæjarfulltrúar E-listans leggja fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlun 2022 liggur nú fyrir sem og þriggja ára áætlun. Þessi áætlun er unnin á merkilegum tímum þar sem ytri aðstæður hafa boðið uppá miklar áskoranir í rekstri sveitarfélagsins.
Í áætlun ársins 2022 er gert ráð fyrir umtalsverðum viðsnúningi í rekstri sveitarfélagsins, gjöld verða um 65 milljónum króna umfram tekjur og veltufé frá rekstri jákvætt.
Ekki verður dregið úr þeirri góðu þjónustu sem veitt er og framkvæmdum verður haldið áfram, og er þar stærsta verkefnið áframhaldandi uppbygging fráveitukerfis.
Viðsnúningur hefur þegar sést í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2021 og má þakka það árverkni og aðhaldi stjórnenda og starfsmanna sveitarfélagsins, fyrir það færum við okkar bestu þakkir og vitum að við getum reitt okkur á áframhald góðs árangurs.
Við viljum einnig þakka félögum okkar, bæjarfulltrúum D og L lista fyrir afbragðs gott samstarf og gefandi aðkomu að vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

Bæjarfulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi bókun:
Árið 2021 hefur ekki verið gott í rekstri sveitarfélagsins Voga. Áframhaldandi halli hefur verið á rekstrinum þrátt fyrir að skatttekjur hafi verið hærri en ráð var fyrir gert.
Vegur þar þyngst hærri launakostnaður og mikill vaxtakostnaður sem er farin að vega þungt eftir stórar lántökur sem því miður sér ekki fyrir endann á.
Álagningarprósenta fasteignaskatts hækkar verulega en komið er á móts við þá hækkun með lækkun vatnsskatts og fráveitugjalds. Þetta studdi D-listinn því að öðrum kosti hefði sveitarfélagið fengið umtalsvert minna úthlutað úr jöfnunarsjóði. Þess ber samt að geta að fasteignaskattar á íbúa eiga eftir að hækka verulega á næsta ári vegna hækkunar fasteignamats, en í þeirri þröngu stöðu sem sveitarfélagið er í eru fáir kostir góðir.
Í upphafi ársins var ákveðið að leita til ráðgjafafyrirtækis til að gera úttekt á rekstrinum. Farið hefur verið að miklu leiti eftir þeim tillögum sem út úr þeirri vinnu kom og má sjá að þær aðhaldsaðgerðir sem hefur verið ráðist í eru farnar að skila sér.
D listinn lagði fram sýnar tillögur við gerð áætlunarinnar og erum við þokkalega sátt við framgang þeirra þó vissulega hafi þær ekki allar náð fram að ganga.
Samkvæmt áætlun gæti farið að rofa til á næsta ári og stefnt er að því að vera komin réttum megin við núllið árið 2024.
Við kjósum að horfa björtum augum fram á við. Grænuborgarhverfið er að rýsa og með fjölgun íbúa þar og annarstaðar koma tekjur bæjarsjóðs til með að aukast og gera þá rekstraeiningu sem þetta sveitarfélag er hagkvæmari. Við höfum talað fyrir því að sveitarfélagið sjálft eigi alltaf fyrirliggjandi lóðir til úthlutunnar og teljum það mjög mikilvægt hvað reksturinn til framtíðar varðar.
Bæjarfulltrúar D listans vilja þakka starfsmönnum sveitarfélagsins bæjarfulltrúum E og L lista samstarfið við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

Bæjarfulltrúi L-listans leggur fram eftirfarandi bókun:
Það hefur komið í ljós við vinnslu fjárhagsáætlunar 2022 -2025 að sveitarfélagið Vogar mun eiga í miklum erfiðleikum að standa undir lögbundnum verkefnum sínum á næstu árum. Tekjur aukast hægt þrátt fyrir spá um fjölgun íbúa og kostnaður eykst. Sveitarfélagið mun þurfa að taka lán til þess að ná endum saman.
Það lítur því frekar illa út með rekstur sveitarfélagsins og virðist skv. fjárhagáætluninni að langtímaskuldir aukist úr 911 millj. 2020 í 2.038 millj. 2025 og skuldahlutfall sveitarfélagsins fari úr 104% í 122%.
Ég tel samt að fjárhagsáætlunarvinnan hafi ágætlega tekist til við þær fordæmalausu aðstæður sem eru í þjóðfélaginu, og vonandi gengur hún eftir.
Ég vil nota tækifærið og þakka bæjarstjóra og bæjarráði fyrir samvinnuna.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:


Bæjarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá sveitarfélagsins, sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2021. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Voga og stofnana hans fyrir árin 2021 - 2024. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, ÁE, JHH, BS, BBÁ.

5.Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga

2104141

Lokaskýrsla RR Ráðgjafar um valkostagreiningu vegna sameiningar sveitarfélaga
Lagt fram
Lögð er fram skýrsla RR Ráðgjafar um valkostagreiningu vegna sameiningar sveitarfélaga.

Forseti gefur orðið laust um málið.

Bæjarfulltrúi L-listans leggur fram eftirfarandi bókun:

L-listinn fagnar að unnin hafi verið valkostagreining á sameiningu Sveitarfélagsins Voga við önnur sveitarfélög. Valkostagreiningin bendir til að naumur meirihluti vilji skoða möguleika á sameiningu við nágrannasveitarfélög. Nú þegar greiningin liggur fyrir þá verður hægt að skoða nánar hvaða kostir eru hagkvæmir og mögulegir fyrir íbúa Sveitarfélagsins Voga.
Á þann möguleika að sameinast öðru sveitarfélagi hefur oft verið bent á af fulltrúum L-listans og jafnframt bent á að sjálfstæði gæti verið dýru verði keypt í niðurskurði á þjónustu þegar að kreppir. Hins vegar er ljóst að auðvitað eiga íbúar alltaf síðasta orðið þegar sameining á sér stað.

Bæjarfulltrúar E-listans leggja fram eftirfarandi bókun og tillögu:

Við viljum þakka RR ráðgjöf fyrir faglega og góða vinnu við valkostagreininguna.

Þar sem niðurstöður könnunar íbúafundar í Tjarnarsal og á netinu voru ekki nægjanlega afgerandi er nauðsynlegt að fá skýrari mynd á valmöguleikana og afstöðu hærra hlutfalls kjósenda áður en ákvörðun um næstu skref eru tekin.

Lagt er því til að kannaður verði hugur þeirra sveitarfélaga sem komust á blað í könnuninni til sameiningar.
Í kjölfarið verði lögð fram íbúakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningum 2022 og ákvörðun tekin á næsta kjörtímabili varðandi næstu skref.

Tillaga fulltrúa E-listans eru samþykktar samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH, BBÁ, BS.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni síðunnar?