Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

344. fundur 01. desember 2021 kl. 06:30 - 07:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnalaga

2108002

Kynnt sú ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að framlengja heimild sveitarstjórnarmanna til að taka þátt í fundum sveitarstjórna, nefnda og ráða á fjarfundum. Gildir heimildin til 31. janúar 2022.
Lagt fram
Lagt fram.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021

2104118

Viðaukar númer 19 og 20 við fjárhagsáætlun 2021 lagðir fram.
Samþykkt
Viðaukar númer 19 og 20 samþykktir.

3.Fjárhagsáætlun 2022-2026

2106039

Umfjöllun um fjárhagsáætlun 2022.
Lagt fram
Lagt fram.

4.Framkvæmdir 2021

2104116

Yfirlit um stöðu framkvæmda 29.11.2021.
Lagt fram
Yfirlitið lagt fram.

5.Rafíþróttir - Beiðni um styrk

2111038

Styrkbeiðni frá Ungmennafélaginu Þrótti til uppbyggingar rafíþróttastarfsemi.
Lagt fram
Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

6.Sláttuvél á íþróttasvæði - Beiðni um styrk

2111040

Knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Þróttar sækir um styrk vegna kaupa á sláttuvél fyrir komandi sumar.
Lagt fram
Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

7.150 ára afmæli skólahalds í Sveitarfélaginu Vogum árið 2022

2111031

Fræðslunefnd beindi þeim tilmælum til bæjarstjórnar á fundi nefndarinnar 22. nóvember að bæjarráð skipaði í vinnuhóp til undirbúnings hátíðahalda vegna 150 ára afmælis skólahalds í sveitarfélaginu.
Lagt fram
Bæjarráð felur menningarfulltrúa að skipa vinnuhóp í samstarfi við skólastjóra Stóru-Vogaskóla. Jafnframt er málinu vísað til Frístunda- og menningarnefndar til umfjöllunar.

8.Göngustígar án lýsingar

2111042

Erindi frá Birki Rútssyni sem óskar eftir því að göngustígar meðfram strandlengjunni verði ekki lýstir upp heldur fái að haldast rökkvaðir.
Lagt fram
Erindið lagt fram. Bæjarráð vísar því til Umhverfis- og skipulagsnefndar.

9.Fundargerðir Kölku 2021

2104185

Fundargerðir 529. og 530. fundar stjórnar Kölku.
Lagt fram
Fundargerðirnar lagðar fram.

10.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja 2021.

2111036

Fundargerð Öldungaráðs Suðurnesja 8. nóvember 2021.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

11.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021

2104136

Fundargerð 439. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

12.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2021

2104130

Fundargerð 773. fundar stjórnar SSS.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:15.

Getum við bætt efni síðunnar?