Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

185. fundur 29. september 2021 kl. 18:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða um að taka á dagskrá sem 5. mál fundargerð 29. fundar Skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 337

2108009F

Samþykkt
Fundargerð 337. fundar bæjarráðs er lögð fram á 185. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

1.6. Frístund - dvalartími:
Bæjarfulltrúi L-listans óskar eftir að bóka eftirfarandi:
Ég vek athygli á að stytting á dvalartíma Frístundar til kl 16:00 gæti verið misráðinn, því einstaklingar sem nýta sér þjónustuna fyrir börn sín gætu átt eftir breytingu erfitt með að stunda vinnu í fjarlægð frá Vogum t.d. á höfuðborgarsvæðinu.


Til máls tóku: IG, JHH, BS, BBÁ.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 338

2109004F

Samþykkt
Fundargerð 338. fundar bæjarráðs er lögð fram á 185. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

2.4. Barnvænt sveitarfélag:
Bæjarfulltrúi L-listans leggur fram eftirfarandi bókun:

Frá því að bæjarstjóri tók það merka skref að undirritaða samstarfssamning um „Barnvænt sveitarfélag“ 25 júní 2020 við UNICEF að viðstöddum félagsmálaráðherra hefur Sveitarfélagið Vogar verið í hópi þeirra sveitarfélaga á Íslandi sem stefna að því að verða barnvæn sveitarfélög. Starfsmannabreytingar hafa seinkað þessu ferli. En nú er á ný komin áætlun um hvernig hægt verði að vinna að þessu máli.
Ég teldi það mjög misráðið ef til stendur að draga sveitarfélagið Voga úr þeim hópi.
Fé sem notað eru í þágu velferðar barna er vel varið.

Fulltrúa E-lista og L-lista leggja fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa að leita eftir samtali við fulltrúa UNICEF um með hvaða hætti megi vinna verkefnið, þar sem tekið er tillit til umfangs þess og stærðar sveitarfélagsins. Samþykkt með fimm atkvæðum. Fulltrúar D-lista sitja hjá.

Til máls tóku: IG, JHH, BS, BBÁ, ÁL, BÖÓ.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 338 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 338 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Lagt fram. Bæjarstjóri mun sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 338 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 338 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindinu vísað til frekari umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar.

    Fulltrúi D-listans leggur fram eftirfarandi bókun:

    Núna eru líklega rúmlega 2 ár frá því að þáverandi tómstundafulltrúi kynnti þetta verkefni af miklum móð í nefndum og ráðum bæjarins. Við höfum allatíð verið mjög efins um að sveitarfélagið eigi að vera að fara út í þetta verkefni og eins og staðan er núna er verkefnið en á byrjunarreit.
    Ég held að nær væri að reyna að sinna þeim verkefnum sem sveitarfélagið er þegar í af myndarskap og standa undir því að vera heilsueflandi sveitarfélag. Leikskólin okkar er heilsueflandi leikskóli ég myndi vilja sjá grunnskólan vera það líka. Grunnskólin er undir grænfána og ég myndi vilja sjá leikskólan undir honum líka. Það sem ég vill segja sinnum þeim verkefnum sem við erum í vel, áður en við förum að ráðast í ný verkefni með auknum tilkostnaði og takmörkuðum mannafla.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 338 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarráð samþykkir erindið og heimilar umbeðna aukningu starfshlutfalls, enda beiðnin í samræmi við umsamda styttingu vinnuvikunnar samkvæmt gildandi kjarasamningumm.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 338 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarráð samþykkir umbeðin erindi.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 338 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Yfirlitið lagt fram.
  • 2.8 2104116 Framkvæmdir 2021
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 338 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Yfirlitið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 338 Minnisblað bæjarstjóra dags. 21.9.2021 lagt fram.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Minnisblaðið lagt fram. Bæjarstjóra er falið að svara bréfritara með vísan til þess sem kemur fram í minnisblaðinu.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 338 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við svæðisáætlunina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 338 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 338 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundargerðin lögð fram.

3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 339

2109006F

Samþykkt
Fundargerð 339. fundar bæjarráðs er lögð fram á 185. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG
  • 3.1 2106039 Fjárhagsáætlun 2022-2026
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 339 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundurinn var vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun.

4.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97

2109001F

Samþykkt
Fundargerð 97. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 185. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Frístunda- og menningarnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG

  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Forstöðumaður stjórnsýslu fór yfir framkvæmd Fjölskyldudaga í ár. Undirbúningur var langt kominn þegar samkomutakmarkanir voru hertar. Ákveðið var í ágúst að fresta Fjölskyldudögum til 11. september en á fundi félagasamtaka og sveitarfélagsins í lok ágúst var tekin ákvörðun um að fella niður Fjölskyldudaga í ár. Frístunda- og menningarnefnd leggur áherslu á að félagasamtök verði ávallt höfð með í ráðum varðandi skipulagningu á Fjölskyldudögum sem og öðrum sameiginlegum viðburðum sveitarfélagsins og félagasamtaka.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Frístunda- og menningarnefnd mun óska eftir sameiginlegum fundi með fulltrúum allra félagasamtaka í sveitarfélaginu fimmtudaginn 21. október næstkomandi. Á þessum fundi gefst félagasamtökunum kostur á að kynna starfsemi sína fyrir nefndinni og einnig til að ræða sameiginleg verkefni samtakanna og sveitarfélagsins.
    Frístunda- og menningarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að boða til fundarins.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Farið yfir ýmis viðhaldsverkefni, bæði sem þegar hafa verið unnin og þau sem standa til. Íþróttahúsið er mjög vel nýtt og fjöldi iðkenda stundar það á hverjum degi. Frístunda- og menningarnefnd fagnar þeim framkvæmdum sem ráðist hefur verið í á árinu.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Farið yfir starfsemi Vinnuskólans og sumarstörf námsmanna. Frístunda- og menningarnefnd leggur til að fræðsla fyrir flokkstjóra skólans verði aukin í framtíðinni.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Búið er að ráða tvo starfsmenn í félagsmiðstöðina í vetur og búist er við að opnunartími verði svipaður og seinasta vetur. Einnig hefur félagsmiðstöðin verið opin fyrir fullorðna á morgnana og á fimmtudögum milli kl. 19 og 21.
    Fréttapési Álfagerðis er kominn út og verður borinn í hús til eldri borgara ásamt því að vera aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins. Búið er að skipuleggja starf félagsstarfs eldri borgara. Fram undan er haustferð um Suðurlandið og boðið er upp á ýmsar nýjungar auk þess sem fastir liðir í starfinu eru á sínum stað.
    Fulltrúi UMFÞ komst ekki á fundinn en á heimasíðu félagsins má finna allar upplýsingar um starfsemi þess.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Heilsu- og forvarnarvika er í október og er samstarfsverkefni sveitarfélagsins, UMFÞ og annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum.

5.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 29

2109002F

Samþykkt
Fundargerð 29. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 185. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, ARS, BS, ÁL.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 29 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin óskar eftir að fá drög að skipulagstillögu með lóðamörkum, byggingarreitum, mögulegum veglínum og fráveitulausnum.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 29 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin óskar eftir frekari gögnum frá byggingarfulltrúa.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 29 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemd við aðgengi og þjónustu vegna eldumbrota við Fagradalsfjall og sæstreng og athafnarsvæði í Hraunsvík. Hins vegar eru ítrekaðar fyrri athugasemdir Sveitarfélagsins Voga vegna sveitarfélagsmarka Grindavíkurbæjar.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 29 Afgreiða skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki efnislega athugasemd við skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðra aðalskipulagsbreytinga á aðalskipulagi Gríndavíkurbæjar 2018-2032 vegna stækkunar golfvallar/efnislosunarsvæðis.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 29 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020-2035.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 29 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar skipulagsbreytingar við Njarðvíkurhöfn.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 29 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Áherslur nefndarinnar eru helst í að klára deiliskipulög á 4 svæðum og að ljúka aðalskipulagsvinnu. Einnig þarf kostnað í eftirlit vegna óleyfisframkvæmda, gáma og umhirðu.

6.Tillaga um streymi á bæjarstjórnarfundum

2109026

Tillaga bæjarfulltrúa L-listans um streymi á fundum bæjarstjórnar
Samþykkt
Forseti bæjarstjórnar leggur fram tillögu um að málinu verði vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Tillaga um að vísa málinu að vísa málinu til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar er sammþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH, BS, BBÁ.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni síðunnar?