Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

97. fundur 16. september 2021 kl. 17:30 - 18:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Sindri Jens Freysson formaður
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Þór Wíum Sveinsson aðalmaður
  • Anna Karen Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
  • Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Fjölskyldudagar 2021

2104206

Farið yfir framkvæmd Fjölskyldudaga 2021.
Lagt fram
Forstöðumaður stjórnsýslu fór yfir framkvæmd Fjölskyldudaga í ár. Undirbúningur var langt kominn þegar samkomutakmarkanir voru hertar. Ákveðið var í ágúst að fresta Fjölskyldudögum til 11. september en á fundi félagasamtaka og sveitarfélagsins í lok ágúst var tekin ákvörðun um að fella niður Fjölskyldudaga í ár. Frístunda- og menningarnefnd leggur áherslu á að félagasamtök verði ávallt höfð með í ráðum varðandi skipulagningu á Fjölskyldudögum sem og öðrum sameiginlegum viðburðum sveitarfélagsins og félagasamtaka.

2.Málefni félagasamtaka í Sveitarfélaginu Vogum 2021

2109010

Rætt um sameiginlegan fund Frístunda- og menningarnefndar og félagasamtaka í sveitarfélaginu.
Lagt fram
Frístunda- og menningarnefnd mun óska eftir sameiginlegum fundi með fulltrúum allra félagasamtaka í sveitarfélaginu fimmtudaginn 21. október næstkomandi. Á þessum fundi gefst félagasamtökunum kostur á að kynna starfsemi sína fyrir nefndinni og einnig til að ræða sameiginleg verkefni samtakanna og sveitarfélagsins.
Frístunda- og menningarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að boða til fundarins.

3.Starfsemi í íþróttamiðstöð 2021

2109011

Guðmundur Stefán Gunnarsson íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar á árinu og það sem er framundan.
Lagt fram
Farið yfir ýmis viðhaldsverkefni, bæði sem þegar hafa verið unnin og þau sem standa til. Íþróttahúsið er mjög vel nýtt og fjöldi iðkenda stundar það á hverjum degi. Frístunda- og menningarnefnd fagnar þeim framkvæmdum sem ráðist hefur verið í á árinu.

4.Vinnuskólinn og sumarstörf námsmanna 2001

2109015

Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerir grein fyrir starfsemi Vinnuskóla og átaksverkefninu sumarstörf námsmanna sumarið 2021.
Lagt fram
Farið yfir starfsemi Vinnuskólans og sumarstörf námsmanna. Frístunda- og menningarnefnd leggur til að fræðsla fyrir flokkstjóra skólans verði aukin í framtíðinni.

5.Félagsstarf veturinn 2021-22

2109012

Farið yfir félagsstarf komandi vetrar, í félagsmiðstöð og Álfagerði og auk þess farið yfir starfsemi UMF Þróttar.
Lagt fram
Búið er að ráða tvo starfsmenn í félagsmiðstöðina í vetur og búist er við að opnunartími verði svipaður og seinasta vetur. Einnig hefur félagsmiðstöðin verið opin fyrir fullorðna á morgnana og á fimmtudögum milli kl. 19 og 21.
Fréttapési Álfagerðis er kominn út og verður borinn í hús til eldri borgara ásamt því að vera aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins. Búið er að skipuleggja starf félagsstarfs eldri borgara. Fram undan er haustferð um Suðurlandið og boðið er upp á ýmsar nýjungar auk þess sem fastir liðir í starfinu eru á sínum stað.
Fulltrúi UMFÞ komst ekki á fundinn en á heimasíðu félagsins má finna allar upplýsingar um starfsemi þess.

6.Heilsu- og forvarnarvika 2021

2109013

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir heilsu- og forvarnarviku 2021.
Lagt fram
Heilsu- og forvarnarvika er í október og er samstarfsverkefni sveitarfélagsins, UMFÞ og annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Getum við bætt efni síðunnar?