Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

178. fundur 24. mars 2021 kl. 18:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
 • Bergur Álfþórsson aðalmaður
 • Áshildur Linnet aðalmaður
 • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Sigurpáll Árnason aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
 • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 326

2103001F

Samþykkt
Fundargerð 326. fundar bæjarráðs er lögð fram á 178. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: JHH

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327

2103005F

Samþykkt
Fundargerð 327. fundar bæjarráðs er lögð fram á 178. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: BÖÓ
 • 2.1 1710039 Lóðin Kirkjuholt
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Þann 25. ágúst 1994 afsöluðu Nikulás Sveinsson, Sólborg Sveinsdóttir, Guðríður Sveinsdóttir og Þuríður Sveinsdóttir Vatnsleysustrandarhreppi lóð úr landi Hábæjar, öðru nafni nefnt Kirkjuholt. Engar kvaðir fylgdu því afsali og greiddi Vatnsleysustrandarhreppur 750.000 kr. fyrir lóðina.

  Á þeim forsendum er þeirri yfirlýsingu Harðar Einarssonar sem sett er fram í bréfi til Sveitarfélagsins Voga, dags. 28. desember 2020, að hann lýsi sölunni og afsalinu á lóðinni Kirkjuholt frá 1994 ógilt, alfarið hafnað.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla málsins er skráð í trúnaðarmálabók
 • 2.3 2101006 Framkvæmdir 2021
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Yfirlitið lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Yfirlitin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga tekur heils hugar undir áskorun samtakanna um uppbyggingu svæðisins. Bæjarráð hvetur því stjórnvöld til að heimila lagningu Suðurnesjalínu 2 í jörð meðfram Reykjanesbraut.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir framlagða ábyrgðaryfirlýsingu fyrir sitt leyti. Jafnframt samþykkir bæjarráð kostnaðarskiptingu vegan framkvæmda á Grænuborgarsvæði. Bæjarráð samþykkir að visa til umsagnar Umhverfisnefndar tillögum að útfærslum vegan fráveituframkvæmda.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Á fundinum var farið yfir og upplýst um stöðu mála. Rýmingaráætlun Sveitarfélagsins er tilbúin, heildarrýmingaráætlun svæðisins verður fljótlega sett á vef Almannavarna sem drög til umsagnar.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni til SES húsa ehf., sbr. umsókn félagsins.
  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.

  Bæjarráð samþykkir eftirfarandi umsögn við 353. mál:


  Sveitarfélaginu Vogum barst umsagnarbeiðni frá umhverfis og samgöngunefnd varðandi 353. mál á 151. löggjafaþingi, frumvarp til laga um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Með bréfi þessu leggur sveitarfélagið fram sína umsögn.
  Það er mat Sveitarfélagsins Voga að með frumvarpinu vegi flutningsmenn þess að þeirri vald- og ábyrgðarskiptingu sem gildir á milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að skipulagsmálum. Ekki með nokkrum rökum getur Sveitarfélagið Vogar samþykkt að víkja frá þeirri megin skiptingu á ábyrgð skipulagsmála sem fram kemur í skipulagslögum 123/2010.
  Í greinargerð með fumvarpi til skipulagslaga sem lagt var fram á 138. löggjafaþingi kemur skýrt fram í rökstuðningi með hvaða hætti skipting valdssviðs og ábyrgðar skuli vera og teljum við að framkomið frumvarp stríði gegn vilja löggjafans með setningu skipulagslaga 123/2010.
  Í frumvarpinu er lagt til að skipulagslögum sé kippt úr sambandi og að 3. gr. og 13. gr. laganna sé með öllu hunsuð. Útgáfa framkvæmdaleyfa og eftirlit með framkvæmdum líkt og kemur fram í 1. mgr. 13. gr. 123/2010 er á forræði sveitarfélaga. Sveitarfélagið Vogar telur að með tillögu sinni vegi flutningsmenn frumvarpsins að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga í landinu. Með samþykkt frumvarpsins yrði gefið fordæmi um að hvenær sem er geti löggjafinn svipt sveitarfélög í landinu sjálfsákvörðunarrétti sínum í einstaka málum. Það er að okkar mati áhyggjuefni m.a. í ljósi eignarhalds ríkisins á stóru landsvæði í Sveitarfélaginu Vogum.
  Það veldur okkur hjá Sveitarfélaginu Vogum að auki áhyggjum að slík hugmynd komi fram, jafnvel áður en sveitarstjórnin hefur fengið ráðrúm til að afgreiða erindi Landsnets á formlegan hátt. Það er mat okkar að hagsmunir sveitarfélaga í landinu til sjálfsákvörðunar í sínum innri málum sé með frumvarpi þessu fórnað.
  Ekki verður hér fjallað sérstaklega um rökstuðning flutningsmanna sem fram kemur í greinargerð hvort sem litið er til mikilvægis raforkuflutninga eða með hvaða hætti raforkuflutningum er háttað. Grundavallar hugsun frumvarpsins snýr að fyrrnefndri verkaskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga í landinu og sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga. Við leggjumst því alfarið gegn því að frumvarp þetta verði samþykkt.

 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðirnar lagðar fram.

  Bæjarráð hvetur Brunavarnir Suðurnesja til að senda fundargerðir jafnharðan.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðirnar lagðar fram.

  Bæjarráð hvetur Kölku til að senda fundargerðir jafnharðan.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 327 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðirnar lagðar fram.
  Bæjarráð hvetur Kölku til að senda fundargerðir jafnharðan.

3.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 24

2103004F

Fundargerð 24. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 178. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

2. mál: Vogagerði 24 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar, og samþykkir að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Erindið skal kynna íbúum og eigendum Vogagerðis 22, 25, 26, 27, Akurgerðis 7,9,11,13 og Ægisgötu 33.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.


Bæjarstjórn staðfestir að öðru leyti afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 24 Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingafulltrúi lýsir sig vanhæfan við umfjöllun þessa máls og víkur af fundi undir afgreiðslu þessa máls.

  Afgreiðsla Skipulagsnefndar:
  Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga telur mikilvægt að standa vörð um þá stefnu sem áður hefur verið mótuð á vettvangi bæjarstjórnar, um að Suðurnesjalína 2 skuli lögð í jörð. Í ljósi jarðhræringa undanfarið og hugsanlegrar náttúruvár er það mat nefndarinnar að mikilvægt sé að Suðurnesjalína 1 og 2 séu ekki báðar loftlínur hlið við hlið. Þess í stað álítur nefndin mikilvægt að Suðurnesjalína 2 verði lögð sem jarðstrengur meðfram Reykjanesbraut. Með því móti er áhætta sem kann að verða af völdum náttúruhamfara minnkuð. Þá er þessi valkostur jafnframt í samræmi við álit Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að staðið verði við fyrri ákvörðun, um leið og stjórnvöld eru hvött til að fallast á tillögu sveitarfélagsins um að strengurinn skuli lagður í jörð.“

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 24 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
  Umsóknin samræmist aðalskipulagi en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Samþykkt að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Erindið skal kynna íbúum og eigendum Vogagerðis 22, 25, 26, 27, Akurgerðis 7, 9, 11, 13 og Ægisgötu 33.

  Samþykkt samhljóða.

4.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 94

2103002F

Samþykkt
Fundargerð 94. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 178. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

1. mál, Skóladagadal Heilsuleikskólans Suðurvalla 2021 - 2022:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa umfjöllun um málið til bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bergur B. Álfþórsson bókað að skólastjóri leikskólans og forstöðumaður umhverfis og eigna skili skýrslu um stöðu viðhaldsmála leikskólans. Samþykkt samhlóða.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Fræðslunefndar á einstökum erindum í fundargerðinni.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.


Til máls tóku: JHH, BBÁ
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Leikskólastjóri fór yfir og kynnti drög að skóladagatali leikskólans fyrir næsta skólaár.

  Afgreiðsla Fræðslunefndar:
  Afgreiðslu skóladagatalsins er frestað. Fræðslunefnd hvetur bæjarstjór til að flýta ákvörðunartöku um opnunartíma leikskólans milli jóla og nýárs 2021.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Leikskólastjóri kynnti ársskýrsluna og fór yfir einstök atriði á fundinum.

  Afgreiðsla Fræðslunefndar:
  Lagt fram.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Á fundinum var farið yfir viðbragðsáætlanir leikskólans og grunnskólans, ásamt almennri yfirferð um rýmingaráætlun Sveitarfélagsins.

  Afgreiðsla Fræðslunefndar:
  Lagt fram.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Skólastjóri fór yfir og kynnti skóladagatal næsta skólaárs.

  Afgreiðsla Fræðslunefndar:
  Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Á fundinum var upplýst að til stendur að setja upp aðgangsstýringu að bókasafninu fyrir framhaldsskóla- og háskólanemendur, sem óska eftir að nýta sér aðstöðu á safninu til heimanáms.

  Afgreiðsla Fræðslunefndar:
  Lagt fram.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Skólastjóri kynnti nefndarmönnum starfsemi skólans á vorönn 2021.

  Afgreiðsla Fræðslunefndar:
  Lagt fram.

5.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 10

2103003F

Samþykkt
Fundargerð 10. fundar Umhverfisnefndar er lögð fram á 178. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
,
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Umhverfisnefndar á einstökum erindum fundargerðarinnar.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: BS, IG, ÁE
 • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 10 Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin ítrekar fyrri bókun um uppfærslu Umhirðuáætlunnar.
  nefndin leggur einnig til að sveitarfélagið hefji vinnu við gerð Umhverfis og loftlagsstefnu, vinna við þetta tvennt gæti farið saman.
  Nefndin óskar eftir ítarlegri útlistun á verkefnum ársins.
 • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 10 Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að sveitarfélagið virki viðburðarhnappinn á heimasíðunni fyrir alla viðburði innan sveitarfélagsins.
  Formaður nefndarinnar kemur viðburðum og dagsetningum á vegum nefndarinnar til umsjónarmanns heimasíðu sveitarfélagsins.
 • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 10 Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin vekur athygli á að áfram verður hægt að losa lífrænan úrgang á Grænuborgarsvæðinu og að auglýsa þurfi nákvæmari staðsetningu losunarstaðsins.
 • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 10 Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að lóðin verði forunnin samkvæmt fyrri hugmynd nefndarinnar.
 • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 10 Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að létt verði á tjörninni og hólminn með því gerður ákjósanlegri viðkomustaður farfugla.
 • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 10 Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að send verði út auglýsing vegna gróðurs á lóðarmökum til að forðast að grípa þurfi til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins
 • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 10 Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að ærslabelgur verði staðsettur vestan við íþróttamiðstöð.
 • 5.8 2103043 Fráveita 2021
  Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 10 Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin fellst á leið C sem ákjósanlegastan valkost með tilliti til jarðrasks, tíma og kostnaðar.

6.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 93

2103006F

Samþykkt
Fundargerð 93. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 178. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Frístunda- og menningarnefndar á einstökum erindum fundargerðarinnar.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 93 Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

  Nefndin bendir á eftirtalda valkosti:
  - Aragerði (almenningsgarður)
  - Við gafl íþróttamiðstöðvar
  - Skólalóðin.
  - Í nágrenni félagsmiðstöðvarinnar

  Að svo stöddu tekur nefndin ekki afstöðu til valkostanna.
 • 6.2 2103040 Sumarstörf 2021
  Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 93 Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

  Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir undirbúning og stöðu málsins.

  Nefndin leggur áherslu á mikilvægis þess að bæklingur sveitarfélagsins um sumarstörf verði tilbúinn tímanlega fyrir sumarið.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 93 Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

  Málið kynnt. Nefndin stefnir að yfirferð og endurskoðun stefnunnar á næstunni.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 93 Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

  Nefndin samþykkir að leggja til að hverfislitur miðbæjarsvæðis verði blár. Jafnframt er lagt til að Grænuborgarhverfið tilheyri gula hverfinu til að byrja með.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 93 Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

  Málið kynnt og rætt. Nefndin leggur til að 1.mgr. 2.gr. reglugerðarinnar falli brott. 2.gr. verður þá eftirfarandi: Tilnefningu skal skila til íþrótta- og tómstundafulltrúa Sveitarfélagsins Voga.

  Nefndin er þeirrar skoðunar að íþróttamaður ársins skuli útnefndur milli jóla og nýárs hvers árs.
 • 6.6 2002048 Viðburðahandbók
  Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 93 Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

  Málið kynnt og rætt. Nefndin leggur áherslu á mikilvægis þess að viðburðarhandbókin sé uppfærð reglulega. Einnig rætt um mikilvægis þess að bókin nái yfir sem flesta viðburði innan sveitarfélagsins, t.d. viðburði á vegum frjálsra félagasamtaka.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 93 Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

  Nefndin leggur áherslu á mikilvægis þess að viðburðardagatal á heimasíðu sveitarfélagsins sé reglulega uppfært og að upplýsingar um alla viðburði ársins séu aðgengilegir í upphafi hvers árs.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 93 Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

  Erindið lagt fram. Nefndin leggur til að verkefnið verði skoðað og kannað hvort unnt sé að skipuleggja verkefni og sækja um styrk vegna þeirra.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 93 Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

  Erindið lagt fram. Nefndin leggur til að verkefnið verði skoðað og kannað hvort unnt sé að skipuleggja verkefni og sækja um styrk vegna þeirra.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2

2012009

Umfjöllun og afgreiðsla bæjarstjórnar á umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2
Hafnað
Fyrir fundinum liggja drög að ítarlegri umsögn um málið, unnin af Landslögum, ásamt fleiri gögnum.

Forseti gefur orðið laust um málið.

Afgreiðsla bæjarstjórnar á erindi Landsnets hf., umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 er eftirfarandi:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur kynnt sér matsskýrslu framkvæmdaraðila um framkvæmdina og telur að framkvæmdin sé sú sama og lýst er er í matsskýrslu. Bæjarstjórn fellst á þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar að matsskýrsla Landsnets um Suðurnesjalínu 2 uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum. Þá hefur bæjarstjórn kynnt sér fyrirliggjandi umsókn, meðfylgjandi gögn og álit Skipulagsstofnunar frá 22. apríl 2020 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Bæjarstjórn hefur jafnframt kynnt sér umsögn Landslaga um erindið, dags. 16. febrúar 2021, og samþykkir hana og gerir að sinni umsögn um málið auk eftirfarandi afgreiðslu og rökstuðnings.

Bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga hafnar umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir 220 kV Suðurnesjalínu 2, loftlínu meðfram núverandi Suðurnesjalínu 1, í Sveitarfélaginu Vogum með vísan til framangreindrar umsagnar Landslaga, dags. 16. febrúar 2021, og eftirfarandi rökstuðnings og sjónarmiða sem eru að mestu leyti í samræmi við rökstuðning sem fram kemur í niðurstöðukafla álits Skipulagsstofnunar.

Suðurnesjalína 2 sé umfangsmikið mannvirki sem liggi yfir langan veg, þar sem landslag sé opið og víðsýnt, náttúrufar njóti verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd auk þess sem það hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu og vottun UNESCO vegna jarðfræðilegrar sérstöðu. Línan liggi nálægt einum fjölfarnasta þjóðvegi landsins, sem jafnframt sé gátt erlendra ferðamanna inn í landið og fari um og liggi nærri náttúrusvæðum sem séu vinsæl útivistarsvæði í grennd við þéttbýlasta svæði landsins. Við þær aðstæður, telur sveitarfélagið ekki forsvaranlegt að samþykkja nýja loftlínu. Margt mæli með því að leggja línuna í jarðstreng alla leið innan sveitarfélagsins, skv. valkosti B í umhverfismatinu, meðfram Reykjanesbraut. Sveitarfélagið hafi áður bent á það en sá valkostur sé að auki í samræmi við ákvæði aðalskipulags sveitarfélagsins. Ávinningur af þeirri leið, með tilliti til umhverfisáhrifa samanborið við loftlínuvalkosti, felist í minni áhrifum á landslag og ásýnd, ferðaþjónustu og útivist, vistgerðir og gróður og fuglalíf.

Aðalvalkostur Landsnets, sem sótt er um, þ.e. lagning loftlínu samkvæmt valkosti C, hafi mest neikvæð áhrif allra skoðaðra valkosta í umhverfismati á framangreinda þætti. Þá er tekið undir þau sjónarmið Skipulagsstofnunar að ýmislegt, tengt byggða- og atvinnuþróun á Suðurnesjum til framtíðar, mæli frekar með því að línan verði lögð í jörð.

Landsnet hafi bent á kostnaðarmun loftlína og jarðstrengja og þær takmarkanir sem séu á heildarlengd jarðstrengja í flutningskerfinu á suðvesturhorninu sem rök fyrir því að velja loftlínu við uppbyggingu Suðurnesjalínu 2. Þá hafi Landsnet vísað til þess að aðstæður á framkvæmdasvæði Suðurnesjalínu 2 falli ekki nema að litlu leyti að þeim viðmiðum sem sett hafa verið í stefnu stjórnvalda um lagningu jarðstrengja í flutningskerfi raforku. Bæjarstjórn telur að ekki sé nægilegt að horfa eingöngu til kostnaðarmunar milli ólíkra útfærslna á lagningu línunnar, þar sem ólíkir valkostir um legu línunnar hafi í för með sér mismunandi möguleika og takmarkanir á annarri landnýtingu og þróun byggðar og atvinnulífs á nærliggjandi svæðum sem rétt sé að taka með í reikninginn þegar horft sé á kostnað við lagningu línunnar.

Afstaða bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga ætti ekki að koma Landsneti hf. á óvart, enda hefur hún verið opinber allt frá árinu 2008. Áhersla bæjarstjórnar á lagningu jarðstrengs kemur m.a. fram í samkomulagi sem Landsnet hf. gerði við Sveitarfélagið Voga 17. október 2008. Í samkomulaginu var fjallað um að jarðstreng ætti að skoða ef kostnaður við lagningu hans breyttist verulega. Er það mat bæjarstjórnar að sú breyting, sem orðið hefur á kostnaði, sé veruleg og jarðstrengur út frá þeim forsendum því raunhæfur valkostur. Afstaða núverandi bæjarstjórnar hefur komið fram í verkefnaráði á vegum Landsnets með hagsmunaaðilum verkefnisins, sem og í umsögn bæjarstjórnar um valkostina og bókunum þar að lútandi.

Bent sé á að í þingsályktun nr. 11/144, um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, séu sett fram viðmið sem réttlæti að dýrari kostur sé valinn og línur lagðar í jarðstreng í heild eða hluta. Umrædd lína sé fyrirhuguð í næsta nágrenni við vaxandi þéttbýli í Vogum. Hún sé fyrirhuguð um svæði þar sem stjórnvöld hafa til athugunar að byggja upp nýjan flugvöll og fari um svæði sem njóti verndar vegna náttúrufars.

Í ljósi framangreinds sé það niðurstaða bæjarstjórnar að umhverfismat Suðurnesjalínu 2 sýni að lagning línunnar sem jarðstrengs sé best til þess fallin að draga eins og kostur er úr neikvæðum áhrifum framkvæmdarinnar, sbr. markmiðsákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum. Æskilegasti framkvæmdakosturinn sé því valkostur B meðfram Reykjanesbraut en ekki valkostur C sem sótt hefur verið um. Ábendingar Landsnets um villur í mati Skipulagsstofnunar um áhrif jarðskjálfta á jarðstreng og ný gögn um að loftlína sé öruggari valkostur en jarðstrengur í gagnvart „höggunarhreyfingum“ breyta ekki niðurstöðu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?