Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

326. fundur 03. mars 2021 kl. 06:30 - 07:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Hraunholt 1-Krafa um lóðahreinsun

2102035

Afrit af bréfi HES dags. 19.2.2021 til lóðarhafa um hreinsun lóðarinnar Hraunholt 1
Lagt fram
Lagt fram.

2.Iðndalur 8-krafa um lóðahreinsun

2103003

Afrit bréfs HES dags. 26.2.2021 til lóðarhafa um lóðarhreinsun
Lagt fram
Lagt fram.

3.Hafnargata 4-Krafa um lóðahreinsun

2103001

Afrit af bréfi HES dags. 25.2.2021 til lóðarhafa Hafnargötu 4 um hreinsun lóðarinnar
Lagt fram
Lagt fram.

4.Iðndalur 23-krafa um lóðahreinsun

2103002

Afrit bréfa HES dags. 25.2.2021 til lóðarhafa Iðndals 23 um lóðahreinsun
Lagt fram
Lagt fram.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2

2012009

Erindi Landsnets hf. dags. 11.12.2020, umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2, ásamt fylgigögnum. Fyrir liggur umsögn lögmanns Sveitarfélagsins dags. 16.02.2021.
Lagt fram
Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu bæjarstjórnar til málsins, þ.e. að Suðurnesjalína 2 skuli vera lögð í jörð. Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar Skipulagsnefndar. Bæjarráð samþykkir að unnin verði samantekt á rökstuðningi og að stefnt sé að því að endanleg afgreiðsla málsins verði til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar þ. 24. mars 2021.

6.Hafnargata 3-Frárennslisvandi

2103006

Erindi Rebekku Víðisdóttur dags. 28.2.2021 um frárennslisvanda í Hafnargötu
Lagt fram
Málið kynnt.

7.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2021

2102005

Yfirlit um tekjur janúar - febrúar 2021, ásamt samanburði við áætlun
Lagt fram
Tekjuyfirlit fyrir febrúar lagt fram ásamt rekstraryfirliti.

8.Framkvæmdir 2021

2101006

Staða framkvæmda 1.3.2021
Lagt fram
Farið var yfir stöðu framkvæmda.

9.Náttúruvá í Vogum

2103007

Almenn umræða um stöðu náttúruvár í sveitarfélaginu um þessar mundir. Liðurinn er án gagna.
Lagt fram
Bæjarráð ítrekar bókun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins frá 164. fundi bæjarstjórnar 29. janúar 2020: "Bæjarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að unnin verði viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið, þar sem fram koma hver viðbrögð skulu vera komi til náttúruvár."

10.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2021.

2101017

Alþingi sendir til umsagnar ýmis mál
Lagt fram
Lagt fram. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 62

2012004F

Lagt fram
Fundargerð 62. afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram á 326. fundi bæjarráðs
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 62 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 62 Afgreiðsla: Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 62 Afgreiðsla: Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist skipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

12.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2021

2101031

Fundargerð 766. fundar stjórnar SSS dags. 17.2.2021
Lagt fram
Lagt fram.

13.Fundargerðir HES 2020

2002001

Fundargerð 286. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 17.12.2020
Lagt fram
Lagt fram.

14.Fundargerðir HES 2021

2103005

Fundargerð 287. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 25.2.2021
Lagt fram
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 07:45.

Getum við bætt efni síðunnar?