Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

166. fundur 25. mars 2020 kl. 18:00 - 20:00 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Sigurpáll Árnason aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða um að taka á dagskrá sem 7. mál "Heimild vegna fjarfunda bæjarstjórna og kjörinna nefnda."
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 299

2002010F

Fundargerð 299. fundar bæjarráðs er lögð fram á 166. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Lagt fram
Fundargerð 297. fundar bæjarráðs er lögð fram á 165. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Undir lið 1.5 "Barnvænt Sveitarfélag" kom fulltrúi D listans BS með tillögu um að hætta við að sækja um þátttöku í verkefninu.
Til máls tók: JHH.
Þeir sem eru með tillögunni eru fulltrúar D listans. Aðrir fulltrúar voru á móti tillögunni.

BS kom með eftirfarandi bókun:Ég hef efasemdir um að það sé tímabært að sækjast eftir þessu núna. Þetta kostar mikla vinnu af hendi tómstunafulltrúa og annara starfsmanna sveitarfélagsins ef vel á að vera. Með því að innleiða Barnasáttmálann er viðkomandi sveitarfélag að samþykkja það að Barnasáttmálinn sé viðmið í öllu sínu starfi og að forsendur sáttmálans sé rauður þráður í gegnum allt það starf.
Ég tel rétt eins og sakir standa að einbeita sér að því klára verkefnið heilsueflandi sveitarfélag áður en tekist er á við ný verkefni.

Að öðru leyti var fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 299 Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram og verkfallsáhrif rædd.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 299 Afgreiðsla bæjarráðs: Sveitarfélaginu Vogum hefur borist tillaga að vali á bjóðanda í örútboði nr. 21075 RS raforka sveitafélög
    Sveitarfélagið Vogar hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 299 Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarstjóra falið að skila umbeðnu yfirliti til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga innan tilskilins tímaramma.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 299 Bæjarráð óskar þess að fá skriflegt álit frá tryggingarfélagi sveitarfélagsins vegna þessa máls um hvort sveitarfélagið sé bótaskylt eður ei.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 299 Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð tekur undir minnisblað Íþrótta- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins og samþykkir að Íþrótta- og tómstundafulltrúi sækist eftir því að skrá sveitarfélagið sem þátttakanda í verkefninu Barnvæn Sveitarfélög.
  • 1.6 1902059 Framkvæmdir 2019
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 299 Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
  • 1.7 2003002 Skipun í vinnuhóp
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 299 Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að tilnefna Vigni Friðbjörnsson, forstöðumann eignasviðs, í vinnuhópinn fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 299 Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 299 Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 299 Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 299 Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 299 Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 299 Afgreiðsla bæjarráðs: Fundarerðirnar lagðar fram
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 299 Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 299 Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 300

2003004F

Fundargerð 300. fundar bæjarráðs er lögð fram á 166. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Lagt fram
Til máls tóku JHH, BBÁ, IG, BS

Bæjarstjórn óskar að eftirfarandi bókun komi fram til starfsfólks sveitarfélagsins: Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga færir starfsmönnum sveitarfélagsins þakkir fyrir vel unnin störf undir erfiðum kringumstæðum á undarförnum vikum.

Bæjarstjórn tekur undir bókun SSH: "Minnisblaðið um fasteignaframlag Jöfnunarsjóð sveitarfélaga dregur vel fram hversu ógegnsætt og flókið regluverk sjóðsins er. Stjórn sambandsins telur afar mikilvægt að uppstokkun verði gerð á þessu regluverki í tengslum við heildarendurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga sem boðuð er í nýsamþykktri þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga."

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

3.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 85

2002009F

Fundargerð 85. fundar frístunda og menningarnefndar er lögð fram á 166. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Lagt fram
Til máls tóku: SÁ, BÖÓ, BBÁ, IG

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 85 Frístunda- og menningarnefnd líst vel á fyrirhugaða endurskoðun og mun taka málið aftur upp þegar það er lengra komið ef ástæða er til.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 85 Frístunda- og menningarnefnd ræddi framlögð drög að reglum um val á íþróttamanni ársins í Sveitarfélaginu Vogum. Ýmsar góðar ábendingar komu fram og ákveðið er að fresta afgreiðslu málsins þar til þær ábendingar hafa verið unnar betur.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 85 Frístunda- og menningarnefnd telur rétt að á meðan nýja miðbæjarhverfið er ekki stærra en það er muni það enn um sinn verða hluti af gula hverfinu. Nefndin mun taka málið upp að nýju þegar fjölgað hefur í hverfinu eða ef ný hverfi myndast. Nefndin frestar ákvarðanatöku um þetta mál.

    Undir þessum lið þurfti formaður að víkja af fundi vegna persónulegra mála.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 85 Tinna fjallaði um árlega og hefðbundna viðburði á vegum sveitarfélagsins. Nefndin leggur áherslu á að að fastir árlegir viðburðir haldi sínum sessi.

    Tinna Sigurbjörg Hallgrímsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun: Ég vil leggja áherslu á að árlegir viðburðir haldi sínum sessi, blása lífi í þrettándagleðina. Í framhaldi af þessu að Frístunda- og menningarnefnd komi sér saman um verklagsreglur fyrir starfsfólk sem vinnur að viðburðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 85 Sveitarfélagið hlaut nýlega 300.000 króna styrk frá Landlækni vegna verkefnisins "Gerum þetta saman". Nú hafa farið fram tveir viðburðir á vegum verkefnisins og þátttaka er góð. Nefndin fagnar verkefninu og hvetur íbúa sveitarfélagsins til að halda áfram að taka virkan þátt í verkefninu.
  • 3.6 2002048 Viðburðahandbók
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 85 Nefndin ræddi hugmyndir að gerð viðburðahandbókar sem yrði vinnuskjal fyrir nefndarmenn og starfsmenn. Nánari útfærslu á slíkri handbók er frestað til næsta fundar.

4.Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum

1912004

Með breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum sl. vor kom inn viðbót við ákvæði 3. mgr. 4. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, n.t.t. í 3. málsl. greinarinnar, svohljóðandi:

[Sveitarstjórn tekur ákvörðun skv. 6. gr. um hvort framkvæmd, sem háð er framkvæmdaleyfi eða byggingarleyfi samkvæmt skipulagslögum eða lögum um mannvirki og tilgreind er íflokki C í 1. viðauka við lög þessi, skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Undanskildar eru þó framkvæmdir sem háðar eru leyfi
Mannvirkjastofnunar, sbr. 2. mgr. [Sveitarstjórn skal í samþykkt sveitarfélagsins, sbr. 42.gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fela skipulagsnefnd eða öðrum aðila innan stjórnsýslu sveitarfélagsins töku fullnaðarákvörðunarum matsskyldu framkvæmdar þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili.]
Samþykkt
IG lagði fram tillögu að í textanum fari út umhverfisnefnd og í staðinn komi inn skipulagsnefnd.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Tillaga um að vísa málinu til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

5.Ársreikningur 2019

1911038

Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga og stofnana hans fyrir árið 2019 - fyrri umræða.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga og stofnana hans er lagður fram til fyrri umræðu. Auk ársreiknings fylgir með fundargögnum sundurliðunarbók KPMG til bæjarstjórnar.
Samþykkt
Til máls tóku: JHH, BS, BBÁ

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Ársreikningurinn lagður fram til fyrri umræðu. Síðari umræða verður á fundi bæjarstjórnar þ. 29. apríl 2020.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.

6.Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032

2002043

Samþykkt
Til máls tóku IG og ÁL.
Bæjarstjórn setur fram eftirfarandi bókun.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga gerir athugasemd við sveitarfélagamörk sveitarfélaganna eins og þau eru framsett í tillögunni, sem er ekki í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-2028. Ítrekaðar eru fyrri umsagnir Sveitarfélagsins Voga vegna aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030 dags. 21. apríl 2010, 19. apríl 2011 og 8. desember 2015 þar sem gerðar voru athugasemdir við mörkin.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum

7.Heimild vegna fjarfunda bæjarstjórna og kjörinna nefnda.

2003030

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir að heimilt verði að nota fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og fundum nefnda og ráða Sveitarfélagsins Voga.
Auk þess eru leiðbeiningar um framkvæmd fjarfunda, sem fyrir fundinum liggja, einnig samþykktar.
Samþykkt
Til máls tóku: IG, BBÁ, ÁL, BÖÓ, SÁ, BS og JHH
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir að heimilt verði að nota fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og fundum nefnda og ráða Sveitarfélagsins Voga.
Einnig felur bæjarstjórn bæjarráði að útbúa reglur fyrir sveitarfélagið um heimild til fjarfunda.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?