Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

300. fundur 16. mars 2020 kl. 17:30 - 21:20 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða um að taka á dagskrá sem 9. mál: 1912005 - Trúnaðarmál.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

1.Endurskoðun 2019

1911038

Lilja Karlsdóttir kemur og kynnir drög að ársreikning 2019
Lagt fram
Bæjarráð þakkar Lilju Karlsdóttur, endurskoðanda fyrir yfirferð ársreikningsins.

2.Covid 19

2003025

Almenn umræða um Covid 19 og áhrif þess á Sveitarfélagið Voga
Lagt fram
Heimasíða og annað efni rætt.

3.Nýting íþróttamiðstöðvar

1908001

Tölvupóstur frá Héðni Ólafssyni um nýtingu Íþróttamiðstöðvar 2020
Lagt fram
Bæjarráð óskar eftir nánari talnaupplýsingum.

4.Garðhús

2003022

Yfirferð á kaupunum af Garðhúsi
Lagt fram
Lagt fram.

5.Hafnargata 101, uppbygging og þróun.

1911029

Staða vegna rýmingar og fasteignagjalda.
Lagt fram
Málið rætt.

6.Tjón vegna óveðurs

2002051

Meðfylgjandi álit frá VÍS hefur borist vegna foktjóns á tjaldsvæðinu.
Lagt fram
AFgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð hafnar bótaskyldu.

7.Trúnaðarmál um trúnaðarmál

2003023

Umræða um Trúnaðarmál
Lagt fram
Málið bókað í trúnaðarmálabók.

8.Trúnaðarmál

2003024

Trúnaðarmál frá BS.
Lagt fram
Málið bókað í trúnaðarmálabók.

9.Trúnaðarmál - Des. 2019

1912005

Trúnaðarmál
Lagt fram
Málið bókað í trúnaðarmálabók.

10.Áætlun um refaveiðar 2020-2022

2003012

Áætlun um refaveiðar 2020-2022 fyrir Umhverfisstofnun.
Lagt fram
Bæjarstjóra falið að fylla út umbeðin gögn.

11.Framkvæmdir 2019

1902059

Staða framkvæmda 17.03.2020
Lagt fram
Formaður óskar eftir öllum gögnum vegna framkvæmda fráveitu, frá fyrsta tölvupósti til dagsins í dag.

12.Sameiginleg atvinnustefna fyrir Suðurnes

2003011

SSS óskar eftir afstöðu Sveitarfélagsins Voga til þátttöku í verkefninu "Sameiginleg atvinustefna fyrir Suðurnes"
Lagt fram
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.

13.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II - Hvassahraun 26

2003019

Umsókn og umsögn byggingarfulltrúa vegna Hvassahrauns 26.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

14.Fundagerðir Skólanefndar Fjölbrautarskóla Suðurnesja 2020

2003010

Fundargerð 352. fundar Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Lagt fram
Lagt fram.

15.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2020

2003003

Fundargerð 420. fundar Hafnarsambands Íslands.
Lagt fram
Lagt fram.

16.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

2001035

Fundargerð 879. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram
Lagt fram. Bæjarráð tekur undir eftirfarandi bókun í 11. máli: "Minnisblaðið um fasteignaframlag Jöfnunarsjóð sveitarfélaga dregur vel fram hversu ógegnsætt og flókið regluverk sjóðsins er. Stjórn sambandsins telur afar mikilvægt að uppstokkun verði gerð á þessu regluverki í tengslum við heildarendurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga sem boðuð er í nýsamþykktri þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga."

17.Fundargerðir Siglingaráðs

1904033

Fundargerð 21. fundar Siglingaráðs.
Lagt fram
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 21:20.

Getum við bætt efni síðunnar?