Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

41. fundur 26. mars 2009 kl. 18:00 - 19:00 Hafnargötu 17-19

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 26. mars 2009 kl. 18.00 að Hafnargötu 17-
19.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Hörður Harðarson, Bergur Álfþórsson, Brynhildur
Hafsteinsdóttir, Þorvaldur Örn Árnason, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og
Sigurður Kristinsson.
Einnig mætt: Róbert Ragnarsson bæjarstjóri, Lilja Karlsdóttir endurskoðandi frá KPMG og
Eirný Valsdóttir, bæjarritari sem ritar fundargerð.
Bergur Álfþórsson 2. varaforseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
Forseti leitar afbrigða til að taka á dagskrá boð á aðalfundi HS Orku og HS Veitna hf.
Samþykkt samhljóða að taka á dagskrá undir lið 3.
Forseti les upp bréf frá Jóni Inga Baldvinssyni aðstoðarskólastjóra Stóru-Vogaskóla þar sem
hann þakkar af hlýhug þann virðingarvott sem honum var veittur í tilefni 30 ára starfs í þágu
samfélagsins.
1. Fundargerðir 66. og 67. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Vísað er til 19. máls af 67. fundi bæjarráðs.
Bréf frá Skipulagsstofnun, varðandi breytingar á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við
Vogabraut, við Iðndal og miðbæjarsvæði.
Málið var áður á dagskrá bæjarstjórnar þann 29. janúar.
Bæjarstjórn samþykkir skipulagstillögunar óbreyttar frá auglýsingu og felur bæjarstjóra
að auglýsa í B- deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða.
Bergur leggur fram eftirfarandi bókun varðandi 13. mál í 67 fundargerð:
Ég lýsi því yfir að ég að ég er ósammála niðurstöðu bæjarráðs sem var á þá vegu að
endurskoða þyrfti ákvörðun bæjarstjóra um lækkun yfirvinnu starfsmanns í
heimaþjónustu. Ákvörðun bæjarstjórans er sjálfsögð, í anda fyrri samþykktar bæjarráðs
og að ég tel framkvæmanleg án sérstakrar heimildar bæjarráðs.
Bókun minnihlutans á bæjarráðsfundinum er villandi þar sem ekki er verið að lækka
yfirvinnu starfsmannsins um 100% eins og fram er haldið, heldur er verið að hætta
greiðslu fyrir yfirvinnu án þess að vinnuframlag komi á móti.

2
Á launaskrá hjá sveitarfélaginu í dag eru tæplega 100 einstaklingar, af þeim eru færri en
10 sem fá greidda fasta yfirvinnu samkvæmt ráðningarsamningi, eru þeir flestir í
stjórnunarstöðum og búa við það að geta verið kallaðir út hvenær sem er,
yfirvinnugreiðslur til þessarra starfsmanna geta því og hafa innihaldið færri eða fleiri tíma
en unnir eru. Að auki er svo starfsmaður sá er minnihlutinn hefur vakið athygli á, sem
hefur fengið greidda yfirvinnu án þess að ætlast sé til nokkurs vinnuframlags á móti!
Einn af tæplega 100 starfsmönnum sveitarfélagsins hefur frá tíð fyrri meirihluta fengið
greidd laun án þess að vinnuframlags sé krafist og án þess að ráðningarsamningur eða
kjarasamningur kveði á um slíkt.
Þar sem ég er búinn að kemba fundargerðir hreppsnefndar, bæjarstjórnar og bæjarráðs án
þess að finna nokkra samþykkt fyrir því að einum af nærri 100 starfsmönnum
sveitarfélagsins sé gert hærra undir höfði en öðrum með þessum hætti hlít ég að spurja
minnihlutann: Hvað réði því að þessi eini starfsmaður sveitarfélagsins fékk greiðslur úr
bæjarsjóði án þess að ákvæði ráðningarsamnings eða samþykkt hreppsnefndar,
bæjarstjórnar eða bæjarráðs segði til um slíkar greiðslur?
Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég hafna alfarið órökstuddum ásökunum oddvita minnihlutans um að ég hafi viðhaft
ósæmandi orðalag í fyrrgreindu bréfi sem sé til þess fallið að grafa undan nauðsynlegu
aðhaldi í stjórnsýslunni, eins og segir í bókun fulltrúans. Hér fer bæjarfulltrúinn fram með
sambærilegar órökstuddar dylgjur og varabæjarfulltrúi minnihlutans kastar fram um aðra
starfsmenn sveitarfélagsins í grein sem hann birtir á vef listans. Sem framkvæmdastjóri
sveitarfélagsins óska ég eftir því að bæjarfulltrúar sýni starfsmönnum þá virðingu að kasta
ekki fram órökstuddum fullyrðingum um þeirra störf. Þeir eiga betra skilið.
Minnihlutinn fer fram á fimm mínútna fundarhlé.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun:
Starfsmanni í félagslegri heimaþjónustu var sent eftirfarandi bréf þar sem stendur;
,,Á 65. fundi bæjarráðs var tekið fyrir minnisblað með tillögum bæjarstjóra um breytingar á akstri og
yfirvinnu starfsmanna Sveitarfélagsins Voga.
Í tillögunum felst aksturssamningum verði sagt upp og akstur verði greiddur skv. akstursdagbók.
Yfirvinna lækki þannig að yfirvinna starfsmanna með:
 3-4 hundruð þúsund á mánuði lækki um 5%.
 Hærri en 400 þúsund á mánuði lækki um 10%.
 Jafnframt var ákveðið að fella niður yfirborganir í félagslegri heimaþjónustu.”
Ef fundargerð 65. fundar bæjarráðs er skoðuð þá er ekkert samþykkt um yfirborganir í félagslegri
þjónustu.
Því gerir Inga Sigrún athugasemd við orðalag bæjarstjóra í tölvupósti sem var svar við
beiðni hennar um að taka fyrir í bæjarráði laun starfsmanna í félagslegri þjónustu.
Í bréfinu stendur:,,Síðan hefur verið unnið nýtt starfsmat og hækkuðu launin. Stóð þá til
að fella greiðslurnar út, en var hætt við að því mér skilst vegna sambærilegs þrýstings og
nú virðist vera í pípunum.“
Málið snýst ekki um laun starfsmannsins heldur að bæjarstjóri segir að bæjarráð hafi
samþykkt það sem ekki var samþykkt.

3

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Íris Bettý, Hörður, Bergur, Róbert, Inga Sigrún,
2. Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2008. Fyrri umræða
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2008 er lagður fram til fyrri umræðu ásamt
Endurskoðunarskýrslu KPMG
Lilja Karlsdóttir endurskoðandi hjá KPMG fer yfir ársreikninginn og skýrsluna.
Forseti gefur orðið laust.
Bæjarstjóri fer yfir helstu niðurstöður og leggur áherslu á að trygg fjármálastjórn og gott
samstarf við forstöðumenn stofnanna er grundvöllur þess að hægt er að ná tökum á rekstri
sveitarfélagsins. Halli er á reglubundnum rekstri sveitarfélagsins, en fjármagnstekjur á
árinu 2008 voru mjög miklar og skila þessari góðu rekstrarniðurstöðu. Mjög mikilvægt er
að halda áfram aðhaldsaðgerðum til að ná rekstri sveitarfélagsins á réttan kjöl, því
óvarlegt er að treysta á fjármagnstekjur til lengri tíma.
Helstu niðurstöður samstöðureiknings eru eftirfarandi.
Tekjur 631.328.021 kr.
Gjöld 691.852.976 kr.
Rekstrarniðurstaða f/fjármagnsliði -60.524.955 kr.
Fjármagnsliðir 193.346.240 kr.
Rekstrarniðurstaða 132.821.285 kr.
Eignir 2.168.936.130 kr.
Skuldir og skuldbindingar án fasteignaleigusamninga 641.294.000kr.
Skuldbindingar vegna fasteignaleigusamninga 1.870.958.000 kr.
Veltufé frá rekstri 243.740.453 kr.
Ársreikningi vísað til seinni umræðu.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Íris Bettý, Bergur og Róbert.
3. Aðalfundir HS Orku hf og HS Veitna hf. 31. mars 2009.
Forseti tilnefnir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóra sem fulltrúa Sveitarfélagsins Voga á
aðalfundi HS Veitna hf. og - HS Orku hf.
Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00

Getum við bætt efni síðunnar?