Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

63. fundur 26. maí 2011 kl. 18:00 - 19:45 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 26. maí, 2011 kl. 18.00 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Bergur Álfþórsson, Erla Lúðvíksdóttir, Hörður
Harðarson, Björn Sæbjörnsson, Oddur Ragnar Þórðarson, Sveindís Skúladóttir og
Jóngeir Hjörvar Hlinason.
Einnig mætt: Eirný Vals, bæjarstjóri er ritar fundargerð.
Bergur Brynjar Álfþórsson, fyrsti varaforseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
Forseti leitar afbrigða til að taka eitt mál á dagskrá. Samþykkt að taka skipan í
fræðslunefnd á dagskrá.
1. Fundargerðir 113. og 114. funda bæjarráðs.
Fundargerðir 113. og 114 funda. Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði
þeirra.
Björn Sæbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókanir.
Ég vil lýsa ánægju minni með að bæjarráð skuli ætla að samþykkja húsnæði undir
mótorsmiðju frá og með 1. september næstkomandi. Málið kom til okkar sem nú eru í
frístunda- og menningarnefnd frá síðustu nefnd og höfum við verið að vinna að því í
allan vetur. Nú er hægt að setja aukinn kraft í málið og vonandi hægt að starta
verkefninu í haust. Það er von mín að þetta verkefni geti orðið hluti af öflugu
forvarnastarfi hér í bænum.
Varðandi vetrarlokun á smábátahöfn vil ég skora á alla sem hagsmuna eiga að gæta
og hafa fengið bréf um málið að láta frá sér heyra. Mér finnst þessi lokun vera afturför
en rökin fyrir lokun finnst mér ekki heldur vera hægt að horfa framhjá.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Bergur Brynjar, Jóngeir Hjörvar, Björn, Hörður, Eirný, Oddur Ragnar.
2. Lýsing deiliskipulags íþróttasvæðis við Hafnargötu og Aragerði.
Á 31. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar var lýsing deiliskipulagsins samþykkt og
vísað til bæjarstjórnar til frekari afgreiðslu.
Skipulagslýsingin er samþykkt og ákveðið að leita umsagnar um hana og kynna í
samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Bergur Brynjar.
3. Reglugerð tónlistarskóla Sveitarfélagsins Voga.
Á 52. fundi fræðslunefndar voru drög að reglugerð tónlistarskóla Sveitarfélagsins
Voga samþykkt. Á 114. fundi bæjarráðs var reglugerðin samþykkt og vísað til
bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir reglugerð tónlistarskóla Sveitarfélagins Voga.
Til máls tók: Bergur Brynjar.
4. Bæjarmálasamþykkt - Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og
fundarsköp Sveitarfélagsins Voga með síðari breytingum, fyrri umræða.
Forseti fer yfir helstu breytingar en þær eru:
Í 7. gr. samþykktar er orðið fimmtudagur fellt út og orðið miðvikudagur kemur í
staðinn. Fyrsta setning fyrstu málsgreinar hljóðar svo eftir breytingu: Bæjarstjórn
heldur fundi að jafnaði einu sinni í hverjum mánuði að jafnaði síðasta miðvikudag
mánaðar.
Á B- lið 60. gr. eru gerðar breytingar:
Eftirtöldum nefndum er bætt inn:
Til eins árs á fundi í apríl ár hvert:
Suðurlindir ohf,
Suðurlindir ohf er félag í eigu Hafnarfjarðarbæjar, Grindavíkur og Sveitarfélagsins
Voga. Þriðja hvert ár fer sveitarfélag með formennsku þá er einn aðalmaður og einn
varamaður kjörinn. Önnur ár eru kjörnir tveir aðalmenn og tveir til vara.
Til fjögurra ára á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum.
Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja,
Stjórn Atvinnuþróunarfélagsins er skipuð af stjórn Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum. Í stjórn sitja sjö aðilar og skulu þeir skipaðir með eftirfarandi hætti: einn
frá hverju sveitarfélagi auk tveggja fulltrúa atvinnulífs á svæðinu. Byggðastofnun
hefur heimild til að tilnefna áheyrnafulltrúa til setu á stjórnarfundum með málfrelsi og
tillögurétti þegar málefni atvinnuþróunar eru til umfjöllunar. Stjórnin skiptir með sér
verkum.
Breytingarnar eru samþykktar samhljóða.
Forseti leggur til að breytingunum verði vísað til seinni umræðu.
Til máls tók: Bergur Brynjar.

5. Tillaga um að höfuðstóll Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði
nýttur til uppgreiðslu skulda A-hluta við sjóðinn, til greiðslu
framkvæmda árið 2011 og heimild til að draga á sjóðinn allt að 50
milljónum til að mæta rekstri árið 2011. Fyrri umræða.
Fyrir fundinum liggur álit sérfræðings.
Forseti gefur orðið laust.
Oddur Ragnar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Í stað þess að veitt sé heimild til að draga á Framfarasjóðinn til að mæta rekstri árið
2011 krónur 87.600.000.- verði veitt heimild til að draga á sjóðinn til að mæta
kostnaði við framkvæmdir árið 2011. Skilgreindar verði framkvæmdar eftirfarandi:
62.000.000 kr. í framkvæmdir við tvo nýja fótboltavelli.
20.000.000 kr. í framkvæmdir við fráveitu.
10.000.000 kr. í framkvæmdir við endurbætur á götum.
Tillagan fellur tveir með, tveir sitja hjá og þrír greiða atkvæði á móti.
Bergur Brynjar leggur frameftirfarandi bókun:
Ekki er hægt annað en að greiða atkvæði gegn tillögu Odds Ragnars Þórðarsonar
þar sem hún er byggð á miklum misskilning og eða vanþekkingu á rekstri
sveitarfélagsins.
Óskað er eftir heimildinni fyrir 87,6 milljónir til að gera upp skuld aðalsjóðs við
Framfarasjóð, vegna framkvæmda og rekstrar árið 2010, en ekki árið 2011 eins og
Oddur telur.
Vísað til seinni umræðu og kynningar á íbúafundi.
Til máls tóku: Bergur Brynjar, Oddur Ragnar, Hörður, Eirný Vals, Jóngeir, Björn.

6. Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2010, seinni umræða.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2010 er lagður fram til seinni umræðu
ásamt endurskoðunarskýrslu KPMG.
Lilja Dögg Karlsdóttir endurskoðandi fylgir endurskoðunarskýrslu úr hlaði.
Vísað er til umfjöllunar endurskoðanda við fyrri umræðu.
Forseti vill fyrir hönd bæjarstjórnar þakka Sigurði Rúnari Símonarsyni og Björg
Leifsdóttur, skoðunarmönnum reikninga, kærlega fyrir þeirra störf við endurskoðun
reikninga sveitarfélagsins.
Forseti gefur orðið laust.
Forseti leggur til að ársreikningurinn verði staðfestur með undirritun bæjarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Bergur Brynjar.

7. Skipan í fræðslunefnd.
Sigríður Ragna Birgisdóttir hefur sagt af sér sem nefndarmaður í fræðslunefnd þar
sem hún er að flytja úr sveitarfélaginu.
Bæjarstjórn þakkar henni fyrir vel unnin störf fyrir sveitarfélagið og óskar henni
velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Kjör í nefnd á vegum sveitarfélagsins.
Fræðslunefnd:
Júlía Rós Atladóttir varaformaður.
Aðalmaður:
Ingibjörg Ágústsdóttir
Tjarnargötu 1, Vogum
Varamaður:
Sveindís Skúladóttir
Hafnargötu 3, Vogum
Til máls tók: Bergur Brynjar.
8. Sumarleyfi bæjarstjórnar.
Forseti ber upp tillögu um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði í júní og júlí. Næsti
reglulegi fundur bæjarstjórnar verði 25. ágúst. Ennfremur að bæjarráði verði veitt
umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í orlofi bæjarstjórnar, í samræmi við 39. gr.
sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Bergur Brynjar.
Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 19.45

Getum við bætt efni síðunnar?