Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

216. fundur 18. ágúst 2016 kl. 18:30 - 17:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir 1. varamaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir 1. varamaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Varaformaður stýrir fundi í fjarveru formanns.

1.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 84

1608001F

Fundargerð 84. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 216. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 84 Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til gerðar sjóvarnargarða skv. bréfi dags. 23.03.2016 og meðfylgjandi uppdráttum. Um er að ræða sjóvarnir á tveimur stöðum, við Breiðagerðisvík, um 200 m sjóvörn og norðan Marargötu, hækkun og styrking á um 180 m kafla.

    1. Við Breiðagerðisvík á Vatnsleysuströnd, alls um 200 m.
    Framkvæmdin samræmist aðalskipulagi.
    Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, skv. ákvörðun um matskyldu dags. 26.06.2016.
    Fornleifaskráning hefur farið fram á fyrirhuguðu framkvæmdarsvæði, sbr. skýrslu um deiliskráningu gerðri í apríl 2016 og hefur Minjastofnun Íslands verið gerð grein fyrir henni.
    Niðurstaða Minjastofnunar Íslands um mótvægisaðgerðir vegna fornleifa liggur fyrir, skv. bréfi dags. 02.06.2016.
    2. Norðan Marargötu, hækkun og styrking á um 180 m kafla.
    Framkvæmdin samræmist aðal- og deiliskipulagi.
    Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum, skv. 6. gr. og lið 10.22 í 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umsókn um framkvæmdaleyfi er samþykkt með þeim skilyrðum sem koma fram í umsögn Minjastofnunar Íslands.
    Bókun fundar Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til gerðar sjóvarnargarða skv. bréfi dags. 23.03.2016 og meðfylgjandi uppdráttum. Um er að ræða sjóvarnir á tveimur stöðum, við Breiðagerðisvík, um 200 m sjóvörn og norðan Marargötu, hækkun og styrking á um 180 m kafla.

    1. Við Breiðagerðisvík á Vatnsleysuströnd, alls um 200 m.
    Framkvæmdin samræmist aðalskipulagi.
    Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, skv. ákvörðun um matskyldu dags. 26.06.2016.
    Fornleifaskráning hefur farið fram á fyrirhuguðu framkvæmdarsvæði, sbr. skýrslu um deiliskráningu gerðri í apríl 2016 og hefur Minjastofnun Íslands verið gerð grein fyrir henni.
    Niðurstaða Minjastofnunar Íslands um mótvægisaðgerðir vegna fornleifa liggur fyrir, skv. bréfi dags. 02.06.2016.
    2. Norðan Marargötu, hækkun og styrking á um 180 m kafla.
    Framkvæmdin samræmist aðal- og deiliskipulagi.
    Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum, skv. 6. gr. og lið 10.22 í 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum.

    Niðurstaða 84. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umsókn um framkvæmdaleyfi er samþykkt með þeim skilyrðum sem koma fram í umsögn Minjastofnunar Íslands.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 84. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 216. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 84 Ísaga ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju skv. umsókn dags. 15.06.2016 og aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 19.07.2016, ásamt skýringarmyndum vegna öryggisfjarlægða, hljóðvistar og ásýndar.
    Fyrir liggja áætlun um stórslysavarnir og umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, Brunavarna Suðurnesja og Vinnueftirlits.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Byggingaráformin eru samþykkt, með fyrirvara um lagfæringu starfsmannaaðstöðu í samræmi við athugasemd Vinnueftirlits.
    Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
    Frekari afgreiðslu umsóknarinnar og útgáfu byggingarleyfis vísað til afgeiðslu byggingarfulltrúa í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar nr. 112/2012.
    Bókun fundar Ísaga ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju skv. umsókn dags. 15.06.2016 og aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 19.07.2016, ásamt skýringarmyndum vegna öryggisfjarlægða, hljóðvistar og ásýndar.
    Fyrir liggja áætlun um stórslysavarnir og umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, Brunavarna Suðurnesja og Vinnueftirlits.

    Niðurstaða 84. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Byggingaráformin eru samþykkt, með fyrirvara um lagfæringu starfsmannaaðstöðu í samræmi við athugasemd Vinnueftirlits.
    Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
    Frekari afgreiðslu umsóknarinnar og útgáfu byggingarleyfis vísað til afgeiðslu byggingarfulltrúa í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar nr. 112/2012.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 84. fundar Umhverfis -og skipulagsnefndar er samþykkt á 216. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 84 Heiðarholt 3. Ístak hf. sækir um stöðuleyfi fyrir 10-12 20 feta gámum fyrir starfsmannaðstöðu o.fl. á lóðinni skv. umsókn mótt. 12.07.2016.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Stöðuleyfi er samþykkt í 12 mánuði, frá 01.08.2016 til 01.08.2017.
    Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá leyfinu.
    Bókun fundar Heiðarholt 3. Ístak hf. sækir um stöðuleyfi fyrir 10-12 20 feta gámum fyrir starfsmannaðstöðu o.fl. á lóðinni skv. umsókn mótt. 12.07.2016.

    Niðurstaða 84. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Stöðuleyfi er samþykkt í 12 mánuði, frá 01.08.2016 til 01.08.2017.
    Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá leyfinu.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 84. fundar Umhverfis -og skipulagsnefndar er samþykkt á 216. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 1.4 1508006 Umhverfismál
    Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 84 Rætt um ástand, umhirðu og frágang lóða og lausamuna víða í sveitarfélaginu og leiðir til úrbóta.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Fyrirhugað er að nefndin fari í vettvangsskoðun um sveitarfélagið á næsta fundi.
    Nefndin samþykkir að áfram verði unnið í tilmælum um áskorun um úrbætur varðandi umhirðu og frágang lóða og lausamuna.
    Bókun fundar Rætt um ástand, umhirðu og frágang lóða og lausamuna víða í sveitarfélaginu og leiðir til úrbóta.

    Niðurstaða 84. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Fyrirhugað er að nefndin fari í vettvangsskoðun um sveitarfélagið á næsta fundi.
    Nefndin samþykkir að áfram verði unnið í tilmælum um áskorun um úrbætur varðandi umhirðu og frágang lóða og lausamuna.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 84. fundar Umhverfis -og skipulagsnefndar er samþykkt á 216. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 84 Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.06.2016. Með erindinu fylgir auglýsing frá Orkusjóði, sem auglýsir styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin leggur til að erindinu verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2017.
    Bókun fundar Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.06.2016. Með erindinu fylgir auglýsing frá Orkusjóði, sem auglýsir styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla.

    Niðurstaða 84. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin leggur til að erindinu verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2017.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 84. fundar Umhverfis -og skipulagsnefndar er samþykkt á 216. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 84 Kynning á vinnslutillögu að Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015-2030, skv. bréfi frá Reykjanesbæ. dags. 16. júní 2016.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Erindið lagt fram. Ekki eru gerðar athugasemdir við vinnslutillöguna.
    Bókun fundar Kynning á vinnslutillögu að Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015-2030, skv. bréfi frá Reykjanesbæ. dags. 16. júní 2016.

    Niðurstaða 84. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Erindið lagt fram. Ekki eru gerðar athugasemdir við vinnslutillöguna.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 84. fundar Umhverfis -og skipulagsnefndar er samþykkt á 216. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 84 Bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. júlí 2016 þar sem kynnt er landskipulagsstefna 2015-2026.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Bréfið lagt fram.
    Bókun fundar Bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. júlí 2016 þar sem kynnt er landskipulagsstefna 2015-2026.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Bréfið lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 84. fundar Umhverfis -og skipulagsnefndar er samþykkt á 216. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni síðunnar?