Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

361. fundur 19. október 2022 kl. 17:30 - 19:25 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Grænabyggð ehf, kynning

2210012

Til fundarins mættu Árni Helgason og Sverrir Pálmason fulltrúar Grænubyggðar ehf. sem stendur að uppbyggingu íbúðahverfis í landi Grænuborgar og kynntu stöðu verkefnisins og því sem framundan er.

Jafnframt sat Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð þakkar kynninguna.

2.Þjónusta Samtaka um kvennaathvarf

2210005

Upplýsingar um þjónustu Samtaka um kvennaathvarf
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

3.Umsögn S.S.S.um fjárlög 2023

2210006

Umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um fjárlög 2023.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð tekur undir umsögn SSS.

4.Fundaáætlun bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda 2022-2023

2210011

Lögð fram drög að fundaáætlun bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda fyrir tímabilið nóvember 2022 - maí 2023.
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram.

5.Fjárhagsáætlun 2023 - 2026

2203046

Umfjöllun bæjarráðs um tillögu að fjárhagsáætlun.
Bæjarstjóri fór yfir undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar, helstu forsendur og næstu skref.

6.Ráðningarheimildir sveitarfélagsins 2022

2201024

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um stöðu og umfang verkefna og tillaga um ráðningu aðstoðarmanns.

Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til frekari úrvinnslu við gerð fjárhagsáætlunar 2023-2026.

7.Vinnuhópur v. starfrænnar smiðju (FABLAB)

2210013

Erindi dags. 16.08.2022, stafræn smiðja á Suðurnesjum.
Stjórn S.S.S. tekur vel í að stofnaður verði vinnuhópur hagsmunaaðila og fulltrúa sveitarfélaga til þess að skoða mögulegar útfærslur og rekstrargrundvöll. Framkvæmdastjóra falið að óska eftir tilnefningum frá sveitarfélögunum.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilnefna fulltrúa úr starfsmannahópi sveitarfélagsins til þátttöku í vinnuhópnum.

8.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2022

2201029

144. mál frá nefndasviði Alþingis
frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða).
44. mál frá nefndasviði Alþingis
frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðingu á lífeyri v. búsetu)
9. mál frá atvinnuveganefnd alþingis
Endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis
Afgreiðsla bæjarráðs vegna 144. máls frá nefndasviði Alþingis: Bæjarráð sveitarfélagsins Voga gerir bókun skipulagsnefndar sveitarfélagsins sem samþykkt var á fundi nefndarinnar þann 19. júlí 2022 að sinni sem umsögn við frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum.

9.Umbótaáætlun vegna ytra mats Heilsuleikskólans Suðrvalla

2002018

Framvinduskýrsla frá Heilsuleikskólanum Suðurvöllum. Óskað er eftir staðfestingu frá sveitarfélaginu.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð staðfestir framlagða framvinduskýrslu og vísar henni til kynningar í fræðslunefnd.

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 75

2209002F

Fundargerð 75. afgreiðslufundar skipulags- og byggingafulltrúa lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 75 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Það skal tekið fram að brunaálag hússins samræmist viðmiðum um hefðbundið lagerhald. Tekið er sérstaklega fram að dekkjalager eða önnur slík lagervara/efni sem eykur brunaálag er ekki samkvæmt samþykktum notkunarskilmálum hússins.

11.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

2201016

Lögð fram fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 28.09.2023
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

12.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022

2202024

Lögð fram til kynningar fundargerð 782. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dagsett 12.10.2022.
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

Fundi slitið - kl. 19:25.

Getum við bætt efni síðunnar?