Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

75. fundur 09. september 2022 kl. 14:00 - 14:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Harpa Rós Drzymkowska
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1 - Jónsvör 1

2209009

Guðni Sigurbjörn Sigurðsson hönnuður sækir um samþykkt byggingaráforma og byggingarleyfi fyrir eiganda skv. umsókn dags. 28.08.2022. Sótt er um fyrir iðnaðarhúsi með 10 iðnaðarbilum, hvert bil um 60 fermetra að stærð. Hvert bil er sjálfstætt og ætlað fyrir geymslu og smáiðnað. Aðaluppdrættir dags. 16.08.2022, gerðir af Riss Verkfræðistofu.
Samþykkt
Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Það skal tekið fram að brunaálag hússins samræmist viðmiðum um hefðbundið lagerhald. Tekið er sérstaklega fram að dekkjalager eða önnur slík lagervara/efni sem eykur brunaálag er ekki samkvæmt samþykktum notkunarskilmálum hússins.

Fundi slitið - kl. 14:15.

Getum við bætt efni síðunnar?