Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

267. fundur 19. desember 2018 kl. 06:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ályktun, þakkir og niðurstöður frá málþingi ungmennaráðs Grindavíkur, Öryggi okkar mál!

1812002

Ungmennaráð Grindavíkur sendir þakkarbréf í kjölfar málþings.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Ályktunin, niðurstöðurnar og þakkarbréfið lögð fram.

2.Vinnumansal og kjör erlends starfsfólks

1812012

Erindi framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 13.12.2018, um vinnumansal og kjör erlends starfsfólks.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram.

3.Ósk um viðræður um lóðina Jónsvör 1

1812016

Erindi forsvarsmanns Hofsholts ehf. um lóðina Jónsvör 1
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um frekari úrvinnslu málsins.

4.Ósk um nýtingu byggðakvóta.

1812017

Erindi forsvarsmanns Hofsholts ehf. um nýtingu byggðakvóta sveitarfélagsins, og setningu sérreglna þar að lútandi.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra áframhaldandi úrvinnslu málsins, þ.m.t. að sækja um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta.

5.Trúnaðarmál (fasteignagjöld)

1812001

Erindi frá fagaðila með beiðni um ívilnun fasteignagjalda
Afgreiðsla bæjarráðs:
Skráð í trúnaðarmálabók.

6.Umsókn um lóð

1811019

Daníel Sigurðsson sækir um lóðina Breiðuholt 1. Fyrirliggjandi eru áskilin gögn frá lánastofnun sem staðfestir greiðslumat umsækjanda.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

7.Erindi frá umhverfisteymi Stóru-Vogaskóla.

1812015

Erindi umhverfisteymis Stóru-Vogaskóla dags. í nóvember 2018.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram. Vísað til umfjöllunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd.

8.Ráðning menningarfulltrúa 2018

1811022

Tillaga til bæjarráðs um ráðningu menningarfulltrúa
Minnisblað bæjarstjóra dags. 17.12.2018 lagt fram, ásamt tillögu.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að ráða Daníel Arason í starf menningarfulltrúa. Samþykkt samhljóða.

9.Ráðning íþrótta-og tómstundafulltrúa 2018

1811023

Tillaga til bæjarráðs um ráðningu íþrótta- og tómstundafulltrúa
Minnisblað bæjarstjóra dags. 17.11.2018 ásamt tillögu.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að ráða Matthías Frey Matthíasson í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa. Samþykkt samhljóða.

10.Reglur um Frístundastyrk

1810007

Drög að endurskoðuðum og einfölduðum reglum um frístundastyrk sveitarfélagsins (fyrir 18 ára og yngri og 67 ára og eldri).
Afgreiðsla bæjarráðs:
Drögin lögð fram. Afgreiðslu málsins frestað.

11.Umsókn um starfsleyfi.

1812009

Beiðni Sýslumannsins í Keflavík um umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi.
Sýslumaðurinn í Keflavík sendir til umsagnar umsókn Randza production slf. um starfsleyfi fyrir veitingastaðinn Jón Sterka í Iðndal 2, Vogum.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina fyrir sitt leiti.

12.Til umsagnar 409. mál frá nefndasviði Alþingis

1812010

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019 - 2022 umaðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

13.Frá nefndasviði Alþingis - 443. mál til umsagnar.

1812021

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

14.Frá nefndasviði Alþingis - 417. mál til umsagnar.

1812020

Alþingi sendir til umsaganar frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, 417. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

15.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 48

1812005F

Fundargerð 48. afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram á 267. fundi bæjarráðs.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 48 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

16.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018.

1802010

Fundargerð 865. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

17.Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2018.

1801019

Fundargerð 498. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

18.Fundir Reykjanes fólkvangs 2018.

1811013

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 28.11.2018
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

19.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2018.

1802019

Fundargerð 68. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

20.Fundargerðir Félags eldri borgara á Suðurnesjum.

1703004

Ályktun fundargerðar Félags eldri borgara á Suðurnesjum frá 28.11.2018, um fasteignaskatta.
Afgreiðsla bæjarráðs:

21.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja dags.3.12.2018, ásamt fylgigögnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin ásamt fylgigögnunum lögð fram.

22.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2018.

1801009

Fundargerð 5. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar, ásamt fylgigögnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir tillögu um hækkun á styrk til greiðslu lögmannskostnaðar, sbr. 1. mál fundargerðarinnar. Fundargerðin lögð fram.

23.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja

1602060

Fundargerð 16. fundar stjórnar Svæðisskipulags Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

24.Fundir Reykjanes jarðvangs 2018

1803037

Fundargerð 48. fundar stjórnar Reykjanes Geopark
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?