Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

48. fundur 14. desember 2018 kl. 10:30 - 10:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Jóna Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Breiðuholt 6. Umsókn um byggingarleyfi.

1811003

Guðmundur Frans Jónasson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi skv. umsókn dags. 30.10.2018 og aðaluppdráttum Kristins Ragnarssonar arkitekts ehf. dags. 05.12.2018. Frestað mál frá síðasta fundi.
Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni síðunnar?