Vorferð eldriborgara í Vogum til Færeyja

Slættaratindur (til hægri) hæsti tindur Færeyja, 880 metra hár
Slættaratindur (til hægri) hæsti tindur Færeyja, 880 metra hár

Dagana 17. - 20. maí héldu eldriborgarar í Vogum í sína árlegu vorferð sem var sú áttunda í röðinni. Hingað til hafa ferðirnar verið innanlands og eru eldriborgarar m.a. búnir að heimsækja Snæfellsnes og Austurland. Að þessu sinni var ákveðið að leggja land undir fót og halda til frænda okkar og vina í Færeyjum. 

Haldið var af stað á föstudagsmorgni með tæplega 50 manna hóp og flogið frá Keflavík til Voga flugvallar í Færeyjum sem var mjög viðeigandi. Fararstjóri var Hjálmar Árnason og leiddi hann hópinn um eyjarnar þessa fjóra daga. Meðal annars var farið í Gjógv sem er mjög merkilegur og fallegur staður, kirkjan í Kirkjubæ skoðuð og farið í heimsókn í Föröyja bjór verksmiðjurnar. Einnig fengu gestir að njóta lífsins á eigin vegum í Þórshöfn og ekki spillti fyrir að veðrið lék við hópinn sérstaklega á föstudeginum þar sem hópurinn spókaði sig á hafnarsvæðinu líkt og hann væri á sólarströnd og ekki laust við að sumir hafi meira að segja tekið lit. 

Allt í allt mjög ánægjuleg ferð og það voru pínu þreyttir en ákaflega glaðir eldriborgarar sem lentu í Keflavík um hádegi á mánudegi.