Vogus skal hún heita

Eins og rekstraraðilar nýrrar matvöruverslunar tilkynntu nýverið vildu þeir gefa bæjarbúum og öðrum tilvonandi viðskiptavinum tækifæri til að taka þátt í að velja nafn á nýju verslunina. Í verðlaun voru 50 þúsund króna gjafabréf í versluninni. Nú hafa rekstraraðilarnir valið úr innsendum tillögum og niðurstaðan er bæði hnittin og frumleg. Vogus skal hún heita.

Ekki liggur fyrir hver sagan að baki nafninu er en eins og glöggur vinur Voga benti á þá væri sennilega um skemmtilega tilvísun í nafn tiltekinnar verslunarkeðju að ræða. Hvort vinurinn hefur rétt fyrir sér skal ósagt látið en við eftirlátum lesendum að leysa ráðgátuna.

Vinningshafi í nafnasamkeppninni og höfundur nafnsins er Alexandra Chernyshova og óskum við henni hjartanlega til hamingju.