Vogagerði 17 best skreytti garðurinn á Fjölskyldudögum

Júlía og Helgi á góðri stund
Júlía og Helgi á góðri stund

Eins og fram kom á aðalhátíð Fjölskyldudaga Voga.   Þá unnu þau skötuhjú Helgi R. Guðmundsson og Júlía Halldóra  Gunnarsdóttir keppnina um best skreytta húsið.

Þetta kom fæstum á óvart enda ávalt mikill metnaður í þeim hjónum þegar kemur að keppni enda bæði mikið keppnisfólk.   

Fulltrúi sveitarfélagsins kíkti á þau á dögunum til að veita þeim verðlaun og smellti nokkrum myndum af þeim við best skreytta húsið.