Vinnuskólinn - enn meira um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, verðlaun og pizzaveisla

Enn meiri fræðsla um réttindi og skyldur á vinnumarkaði

Í gær, mánudag, kom Guðbjörg Kristmundsdóttir frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis til okkar í annað skipti og hélt áfram að fræða okkur um réttindi og skyldur á vinnumarkaði.

Unnu tvo miða í bíó og popp og kók

Hún hafði varað krakkana við þegar hún kom í fyrra skiptið að það yrði próf úr því sem farið væri yfir í fyrirlestrunum  og að mögulega væru verðlaun í boð fyrir þá sem stæðu sig vel. Þetta stóð hún heldur betur við. Að loknum fyrirlestrinum var krökkunum skipt í hópa og voru þau beðin um að skrifa niður svör við spurningum uppúr efninu sem farið hafði verið yfir. Það var virkilega skemmtilegt að lesa yfir svörin frá krökkunum og mátti glögglega sjá að þau höfðu fylgst vel með. Guðbjörg stóð ekki við orðin tóm, það voru tveir hópar sem voru jafnir í stigum eftir prófið og fengu allir meðlimir beggja hópa tvo bíómiða og popp og kók með myndinni. Það má með sanni segja að það hafi vakið mikla ánægju.

Pizzaveisla í boði VFSK

Til að bæta um betur ætlar Guðbjörg og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis að bjóða krökkunum upp á pizza veislu í hádeginu á fimmtudag. Við þökkum Guðbjörgu innilega fyrir komuna og mælum svo sannarlega með að aðrir Vinnuskólar fái hana í heimsókn til sína.