Vinnuskólinn - opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vinnuskólann. Áherlsur vinnuskólans verða með sambærilegu sniði og í fyrra. Kennslu og fræðslu hefur verið gefið aukið vægi  og þá einkum fræðsla um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, skyndihjálp, vinnuöryggi, umhverfisfræðslu og jákvæð samskipti. Er þetta gert með það að leiðarljósi að þátttakendur vinnuskólans komi betur undirbúnir út í atvinnulífið sem og til að auka gæði þeirrar starfsemi sem fram fer innan vinnuskólans. Einnig munum við aftur taka þátt í verkefni Landverndar "Vinnuskóli á grænni grein". Við tókum þátt í fyrsta skipti í fyrra og gekk það vonum framar. Í fyrra var vinnuskólinn okkar einn af fimm vinnuskólum á landinu sem gátu stoltir flaggað Grænafána í lok sumarsins 2023. Við stefnum á að gefa ekkert eftir í ár og fá að flagga Grænafánanum í annað skipti í lok sumars.

Umsóknir fyrir Vinnuskólann skilast á rafrænu formi í gegnum íbúagátt sveitarfélagins. Í ár var umsóknarformið uppfært á þann veg að nú þarf að velja hvort nýta eigi persónuafslátt og einnig hvort birta megi myndir af krökkunum við störf sín í vinnuskólanum. Eingöngu er um að ræða myndbirtingar á miðlum sveitarfélagsins þar sem fjallað er um leik og starf vinnuskólans og er ávallt gætt fyllstu varðúðar, nærgætni og góðs siðferðis.

Hér má nálgast dagatal handbók vinnuskólans 2024.