Þá fer senn að líða að fyrsta degi vinnuskólans þetta árið, en á mánudaginn n.k. mæta þau fædd 2011 og 2010 sem valið hafa fyrra vinnutímabilið og öll fædd 2009 vonandi hress og tilbúin til að hefja sumarið.
Við erum búin að vinna hart að því að innleiða nýtt skráningarkerfi og munum við senda út fjöldapóst fyrir helgi. Ef einvherjir hafa skráð barnið sitt en hafa ekki fengið póst eftir hádegi á föstudag þá viljum við biðja þau um að hafa samband með því að senda póst á netfangið vinnuskoli@vogar.is.
Að venju þá fá öll þau sem sækja um í vinnuskólann vinnu og fá einnig öll það vinnutímabil sem óskað var eftir.
Allir munu hefja daginn í þjónustumiðstöðinni og fá þá krakkarnir upplýsingar um hvaða starfsstöð þau muni starfa á. Við viljum minna alla á að mæta klæddir eftir veðri og mæta með góða skapið.