Viltu vera með okkur í liði?

Brunavarnir Suðurnesja verða með opinn kynningarfund í Álfagerði fimmtudaginn 24. nóvember kl. 17.30. Á fundinum verður starfsemi BS kynnt og hlutverk varaliðs / útkallsliðs í Vogum. 
Brunavarnir Suðurnesja leita nú að einstaklingum sem hafa brennandi áhuga og vilja láta gott af sér leiða í krefjandi starfi. Þeir einstaklingar sem hafa áhuga á að ganga til liðs við BS eru því sérstaklega hvattir til að mæta og kynna sér hvað felst í því að vera hluti af útkallsliði/varaliði BS í Vogum.

Kynningarfundurinn er þó ætlaður fyrir alla bæjarbúa og hvetjum við áhugasama til að mæta og kynna sér starfsemi Brunavarna Suðurnesja. 

Brunavarnir Suðurnesja hafa varanlega staðsettan slökkvibíl í þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga.