Viltu gerast dagforeldri?

Í vaxandi bæ hefur þörfin fyrir dagforeldra aukist og fyrirsjánlegt að með frekari íbúafjölgun skapist enn meiri þörf fyrir þjónustu þeirra. Eins og staðan er í dag er ekkert dagforeldri starfandi í Vogum og auglýsum við því eftir áhugasömum aðilum til að taka sér slíka þjónustu.

Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi, en Sveitarfélagið Vogar sér um leyfisveitingar og sinnir lögbundnu eftirliti með starfseminni auk ráðgjafar til dagforeldra og foreldra.  Um starfsemina gildir Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. (island.is)

Nú er því gott tæki­færi fyr­ir áhuga­sama ein­stak­linga til að afla sér leyf­is til að sinna dag­gæslu barna í heima­húsi. Til að öðl­ast rétt­indi sem dag­for­eldri þarf að sækja sér­stakt réttinda­nám­skeið en sveitarfélagið styrk­ir um­sækj­end­ur sem sækja vilja nám­skeið­ið og gerast dag­for­eldri. Gott sam­st­arf er milli starf­andi dag­for­eldra og stuðn­ing­ur við starf­sem­ina af hálfu sveitarfélagsins. 

Nánari upplýsingar gefur Heiða Ingólfsdóttir deildarstjóri fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar og Voga í síma 4253000 og netfangið heida@sudurnesjabaer.is