Vegna jarðhræringa á Reykjanesi

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að nú stendur yfir nokkuð öflug hrina jarðhræringa á Reykjanesi undanfarna daga sem segja má að hafi hafist með skjálfta upp á 5,7 á Richter á miðvikudagsmorgun sl. Síðan þá hafa mælst þúsundir skjálfta og allnokkrir þeirra nokkuð stórir en enginn þó eins stór þessi. 

Almannavarnarnefnd Ríkislögreglustjóra hefur fundað daglega, og jafnvel tvisvar á dag, síðan þá. Það sem helst hefur komið fram er að engin merki eru um kvikuhreyfingu og engin merki um eldvirkni. Færustu vísindamenn okkar fylgjast mjög vel með þessum málum og síðast í gær hittist Vísindaráð Almannavarna á fundi. Niðurstaða þess fundar er að engar forsendur eru nú fyrir því að telja að eldgos sé yfirvofandi. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að slíkt geti ekki gerst og áfram verður fylgst mjög vel með kvikuhreyfingu og landrisi. 

Skjálftarnir eru ekki að grynnast em er einnig góðs viti. Þeir geta þó verið óþægilegir en það hefur verið ítrekað aftur og aftur á þessum fundi að allar byggingar eiga að þola vel þá skjálfta sem við getum búist við að fá og mjög mikið þarf til að verulegar skemmdir eða hrun verði í húsum.

Íbúar eru hvattir til að kynna sér vel viðbrögð við jarðskjálftum á vef Almannavarna