Vegna frístundastyrks

Eins og fram kom í frétt á heimasíðu Sveitarfélagsins þann 7. febrúar síðastliðinn, hefur sveitarfélagið tekið upp rafrænan frístundastyrk. Leiðbeiningar um hvernig foreldrar og forráðamenn bera sig að við að fá styrknum úthlutað má sjá í fyrrnefndri frétt. 

Þeir foreldrar og forráðamenn sem hinsvegar voru búin að sækja um frístundastyrk áður en innleiðingu rafrænan styrksins var lokið fengu sendan tölvupóst í morgun með leiðbeiningum um hvernig þau sækja styrkinn. 

Til hægðarauka eru þær leiðbeiningar einnig hér. Athugið að þetta á eingöngu við um þá einstaklinga sem sóttu um styrk í gegnum íbúagátt fyrir miðvikudaginn 13. febrúar.

Frístundastyrkur - leiðbeiningar