Vefmyndavél á heimasíðu

Vakin er athygli á því að á heimasíðuna hefur nú verið settur tengill fyrir vefmyndavél sem staðsett er á þaki íþróttahússins. Sem stendur er henni beint í átt að Keili og settur hefur verið upp tengill hér á heimasíðunni (sjá mynd). 

Myndavélin er hluti af öryggiskerfi íþróttamiðstöðvarinnar en fær þetta hlutverk um stundarsakir. Vonandi verður fljótlega hægt að fara að nýta vélina í annað, og þá verður hún auðvitað ekki með beina útsendingu