Úthlutun úr mennta-, mennningar- og afrekssjóði sveitarfélagsins Voga

Nokkrar myndir frá athöfninni sem fram fór í Álfagerði
Nokkrar myndir frá athöfninni sem fram fór í Álfagerði

Mánudaginn 24. júní fór fram úthlutun úr Mennta-, menningar og afrekssjóði Sveitarfélagsins Voga. Sjóðurinn var stofnaður árið 2015 og tekjur hans eru ávöxtun söluandvirðis 0,1% hluts í Hitaveitu Suðurnesja sem seldur var árið 2011. Tilgangur sjóðsins er að hlúa að menntun og menningu sem og að veita viðurkenningar fyrir unnin afrek í íþróttum, menningu og listum. 

Að þessu sinni fengu þrír nemendur úr 10. bekk Stóru-Vogaskóla styrk en það eru: 

 Elísabet Freyja Ólafsdóttir. Hún hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur á grunnskólaprófi Stóru - Vogaskóla. Umsögn skóla: “ Frábær árangur í námi og þátttöku í Skólahreysti.”

 Gabríella Sif Bjarnadóttir. Hún hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur á grunnskólaprófi Stóru-Vogaskóla. Umsögn skóla: “ Fyrir framúrskarandi árangur í námi og tónlist.”

 Súsanna Margrét Tómasdóttir. Hún hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur á grunnskólaprófi Stóru-Vogaskóla.Umsögn skóla: “ Frábær árangur í námi og þátttöku í félagsstörfum nemenda.”

 

 Einnig fengu Eydís Ósk Símonardóttir, Gunnlaugur Atli Kristinsson og Stefán Svanberg Harðarson styrk. Gunnlaugur Atli og Eydís Ósk hafa lokið stúdentsprófi og Stefán Svanberg hefur lokið helmingi náms til stúdentsprófs.

 

Sveitarfélagið óskar öllum þessum ungmennum til hamingju með sinn árangur og óskar þeim gæfu í þeim verkefnum sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni