Útboð-Göngu-og hjólastígur meðfram Vatnsleysustrandarvegi.

 

 

ÚTBOÐ

 

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið:

” Göngu- og hjólastígur meðfram Vatnsleysustrandarvegi ”.

 

Verk þetta felst í gerð malbikaðs göngu- og hjólastígs sem byrjar við gatnamót á Vogavegi í Vogum og liggur svo meðfram Vatnsleysustrandarvegi. Heildarlengd stígs er um 2470 m. Er verkinu nánar lýst á uppdráttum, verklýsingu og magnskrá.

 

Helstu magntölur eru:

Uppúrtekt 4200 m3

Fyllingar 5600 m3

Malbik 6375 m2

 

Verklok skulu vera eigi síðar en 21. maí 2021.

 

Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@vogar.is eða hringja í síma 440 6200 og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá þá útboðsgögnin send í tölvupósti.

 

Útboðsgögn verða afhent frá og með föstudeginum 27. nóvember 2020.

 

Tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eigi síðar en föstudaginn 11. desember 2020, kl. 10:30. Opnun tilboða fer fram á fjarfundi með „Teams“, fundarkerfi 11. desember 2020, kl. 11:00. Þeir bjóðendur sem vilja tengjast opnunarfundinum skulu senda beiðni um það á netfangið skrifstofa@vogar.is og verður þeim þá sendur hlekkur til að tengjast fundinum.