Upplýsingar um loftmengun vegna eldgoss og viðbrögð

Á meðan á eldgosi stendur er bæjarbúum bent á að fylgjast með loftgæðum í Vogum á vef Umhverfisstofnunar: https://loftgaedi.is.
Neðst til vinstri á vefnum er flipi með upplýsingum um viðbrögð við loftmengun frá eldgosum miðað við mismunandi litakóða.

Einnig er ráðlagt að fylgjast með gasmengunarspám á vef Veðurstofunnar: https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/

Ítarlegri upplýsingar um hugsanleg áhrif loftmengunar á heilsufar fólks og hvernig hægt er að verja sig og sína nánustu gegn loftmengun á tímum eldgosa má finna hér:
https://www.vogar.is/static/files/Auglysingar/haetta-a-heilsutjoni-vegna-loftmengunar_4._utg_november.pdf