Uppbyggingarsjóður Suðurnesja auglýsir eftir umsóknum um styrki

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er samkeppnissjóður sem styður við menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Sjóðurinn auglýstir eftir umsóknum einu sinni að hausti og eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Suðurnesja og reglum sjóðsins.

Einstaklingar og félagasamtök í Sveitarfélaginu Vogum eru hvött til að sækja um styrki í sjóðinn fyrir sínum áhugaverðu verkefnum. 

 

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.