Unnið að lagfæringu loftgæðamælis í Vogum

Við yfirferð mælitækja á Reykjanesskaga kom í ljós bilun í loftgæðamælir sem staðsettur er í þéttbýlinu í Vogum. Sérfræðingar Umhverfisstofnunar vinna að viðgerð á mælitækjunum sem eiga að tryggja að íbúar og aðrir geti nálgast upplýsingar um loftgæði í rauntíma á vef stofnunarinnar https://loftgaedi.is/ 

Vonast er til að viðgerð ljúki síðar í dag.