Ungir vegfarendur í umferðinni

Stóru-Vogaskóli var settur nú í morgun, mánudaginn 24. ágúst. Því fylgir auðvitað aukin umferð gangandi barna um götur bæjarins og því vill sveitarfélagið brýna alla til að vera varkára, bæði gangandi vegfarendur og ekki síður ökumenn. 

Það  er tilvalið fyrir forráðamenn að nota næstu daga til að fara í göngutúr með ungviðið og kynna þeim bestu og öruggustu leiðina í skólann sinn, brýna fyrir þeim að nota merktar gangbrautir og fræða þau um helstu umferðarreglurnar.

Einnig viljum við brýna fyrir ökumönnum að vera vel vakandi og taka vel á móti þessum nýju ungu vegfarendum.