Umsóknir um leikskóladvöl vegna haustúthlutunar 2024

Aðalinnritun fyrir haustúthlutun leikskólaplássa er fram í apríl hvert ár.  Mikilvægt er að umsóknum sé skilað inn fyrir 1. mars árið sem óskað er eftir innritun fyrir barnið. 

Sækja má um leikskólavist frá fæðingardegi barns eða strax og kennitala þess hefur verið skráð í þjóðskrá. Börn eru skráð á biðlista og innritast í leikskóla eftir kennitölu, þau elstu fyrst, að teknu tilliti til reglna um forgang.

Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að barn eigi lögheimili og hafi fasta búsetu í Sveitarfélaginu Vogum, en barnið getur verið á biðlista þó lögheimili sé annars staðar. Foreldrar/forsjáraðilar sem hyggjast flytja í sveitarfélagið geta sótt um leikskóladvöl en barn fær ekki úthlutað leikskólaplássi fyrr en lögheimili hefur verið flutt og skulu foreldrar/forsjáraðilar tilkynna leikskólastjóra sérstaklega um lögheimilisflutninginn.

Umsóknir skulu vera skriflegar á þar til gerðu rafrænu eyðublaði sem aðgengilegt er á heimasíðu leikskóla: Umsókn um leikskólavist

Reglur um leikskólavist í Sveitarfélaginu Vogum er hægt að nálgast hér: Reglur um leikskólavist