Umsóknir í Mennta-, menningar- og afreksmannasjóð 2022

Auglýst er eftir umsóknum í mennta-, menningar- og afreksmannasjóð Sveitarfélagsins Voga en styrkir úr honum verða veittir á næstunni.

Samkvæmt reglum sjóðsins geta allir sem lokið hafa framhaldsskóla sótt um í sjóðinn og fer umsókn fram í gegnum íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Umsækjendur eru minntir á að skila þarf öllum umbeðnum gögnum til að umsókn sé gild.

Umsóknarfrestur er til og með fimmtudeginum 30. júní 2022.

 

Úthlutunarreglur Mennta-, menningar- og afreksmannasjóðs Sveitarfélagsins Voga

1. Sjóðurinn heitir Mennta-, menningar- og afreksmannasjóður Sveitarfélagsins Voga

2. Markmið sjóðsins er að hlúa að menntun og menningu sem og að veita viðurkenningar fyrir unnin afrek í íþróttum, menningu og listum

3. Stjórn sjóðsins er bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

4. Tekjur sjóðsins eru ávöxtun söluandvirðis 0,1% hlutar í Hitaveitu Suðurnesja sem seldur var árið 2011

5. Stjórn sjóðsins ákveður upphæðir viðurkenninga hverju sinni og skal miða við að ganga ekki á höfuðstól hans

6. Viðurkenningu skal veita

a. Þeim þremur útskriftarnemendum í Stóru-Vogaskóla sem náð hafa bestum námsárangri við útskrift

7. Rétt á viðurkenningu eiga:

a. Nemendur sem ljúka framhaldsskóla

b. Stjórn sjóðsins er heimilt að veita viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum og listum að eigin frumkvæði eða að fengnum ábendingum. Heimilt er að veita aukaverðlaun til nemenda sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Vogum en stunda nám í öðrum skólum

8. Auglýst er eftir tilnefningum í sjóðinn að vori með a.m.k. mánaðar fyrirvara og skal tilgreina umsóknarfrest í auglýsingu. Umsóknum um viðurkenningar skal skila á íbúagátt á vef sveitarfélagsins fyrir tilgreindan umsóknarfrest. Umsókn skal fylgja staðfesting framhaldsskóla á að námi sé lokið með útskrift og nauðsynlegt er að skila öllum til að umsóknir verði teknar til greina

9. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga skal endurskoða reglur þessar svo oft sem þurfa þykir