Umhverfisverðlaun sveitarfélagsins - tilnefningar

Nú þegar hásumar ríkir og allt stendur í háblóma ætlar umhverfisnefnd sveitarfélagsins að vera á ferðinni og litast um eftir vel hirtum og snyrtilegum eignum. Margir íbúar hafa notað góðviðrisdagana til að dytta að og snyrta hús sín og lóðir.

Umhverfisnefnd óskar eftir tillögum til umhverfisviðurkenninga sem veittar verða á fjölskyldudögum sveitarfélagsins

Viðurkenningarnar taka til garðræktar, snyrtilegs og fallegs frágangs mannvirkja og góðrar umgengni við náttúruna. Tilnefningar geta átt við heimili, fyrirtæki og félagasamtök.

Ábendingar um húseignir og garða eða framtak í þágu náttúrunnar, sem vert er að umhverfisnefnd taki til athugunar í ár eru vel þegnar og sendast á formann umhverfisnefndar gudrunkristin@vogar.is