Umhverfisdagar Sveitarfélagsins Voga 2021

Vertu til er vorið kallar á þig !

Umhverfisdagar Sveitarfélagsins Voga 2021. Íbúar eru hvattir til að taka vel til hendinni, gerum fallegan bæ enn fallegri.

Dagana 1. - 8. júní, aukaopnun gámasvæðis Kölku laugardaginn 5. júní kl. 12-16

Vorið fer ágætlega af stað og vonandi fara hitatölur að skríða upp. Covid er vonandi að baki og er þá ekki tímabært að skjótast út og huga að umhverfi sínu? Íbúar Sveitarfélagsins Voga eru margir hverjir komnir á fullt skrið við að taka til hendinni við hús sín, lóðir og nærumhverfi. Á næstu dögum ætlum við að gera enn betur og taka höndum saman um að gera fallegan bæ snyrtilegan fyrir sumarið.

· Jarðveg og garðúrgang má losa á jarðvegstipp á Grænuborgarsvæðinu. Munið að tæma poka.

· Garðaúrgangur sem skilinn er eftir við lóðarmörk verða teknir hjá þeim sem þá þjónustu þurfa að því skilyrði að hann sé snyrtilega frágenginn í pokum.

· Íbúar Vatnsleysustrandar eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins og óska eftir því að pokar með garðaúrgangi verði hirtir.

· Gámasvæðið verður opið á hefðbundum tíma og fólk minnt á mikilvægi þess að flokka allt rusl.

· Hægt verður að óska eftir að láta sækja járn s.s. bílhræ og annað sambærilegt. Beiðnir fara í gegnum skrifstofu sveitarfélagsins.

Opnunartími gámasvæðis Kölku við höfnina verður sem hér segir :

· Þriðjudaga 17-19

· Fimmtudaga 17-19

· Föstudaga 17-19

· Laugardagur 5. júní 12-16 (aukaopnun vegna umhverfisdaga)

· Sunnudaga 12-16