True Detective í Vogum

Eins og bæjarbúar hafa eflaust orðið varir við stendur yfir undirbúningur að tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina True Detective sem bandaríska kvikmyndafyrirtækið HBO stendur fyrir hér á landi. Þrátt fyrir vor í lofti er nú allt á kafi í snjó í kringum Hótel Voga þar sem tökur munu fara fram næstu tvo daga og mikið umstang víða um bæinn. 

Á meðan tökum stendur má búast við tímabundnum götulokunum á Stapavegi og Vogavegi auk þess sem afmörkuð svæði verða undirlögð undir aðstöðu fyrir leikara og kvikmyndagerðarfólk. Allar hjáleiðir og götulokanir verða skilmerkilega merktar með umferðarskiltum.  Allir eiga því að komast leiðar sinnar þrátt fyrir að búa tímabundið í miðri leikmynd með öllu því sem slíku fylgir. 

Líkt og áður þegar tökur fóru fram á Vatnsleysuströnd í október sl. biðjum við íbúa að sýna sérstaka aðgát og tillitssemi á meðan tökum stendur.