Trjáplöntun á lóð Heilsuleikskólans Suðurvalla

Það lá vel á þeim Þorvaldi Erni Árnasyni og Oktavíu Ragnarsdóttur þegar fréttaritari heimasíðunnar gekk fram á þau drullug upp fyrir haus á lóð Heilsuleikskólans Suðurvalla þar sem þau voru að planta trjám. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er um að ræða tvær myndarlegar aspir sem Þorvaldur hefur alið upp og fóstrað í garði sínum. Nú fá trén veglegan sess á leikskólalóðinni þar sem þau munu verða til mikillar prýði og er ekki að efa að þau munum gleðja yngstu borgarana okkar. 

Takk fyrir þetta Día og Þorvaldur!