Þriðjudaginn 20. maí nk. er fyrirhugað að spennubreyta á Vogagerði 10- 33 og Akurgerði 7-16, Tjarnargötu 14 og Ægisgötu 33.
Rafvirkjar á vegum HS Veitna munu þurfa að komast inn í öll húsin og gera breytingar á töflum og inntaksboxum.
Framkvæmdin mun byrja um kl 09:30 og standa yfir fram eftir degi. Það verður rafmagnslaust á meðan framkvæmd stendur.
Starfsmaður HS Veitna mun hafa samband símleiðis daginn fyrir spennubreytingu til að staðfesta að sms skilaboð hafi skilað sér og ef það eru einhverjar spurningar.