Tilboð í endurbætur á fráveitu

Þriðjudaginn 16. júlí 2019, á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Voga, voru tilboð opnuð í endurbætur á fráveitu fyrir Sveitarfélagið Voga.

Bjóðendur voru:

JJ pípulagnir ehf. Kr. 53.392.871
Jón og Margeir Kr. 63.236.581
GG Sigurðsson ehf. Kr. 47.971.900
Ellert Skúlason Kr. 49.606.500
Berg Verktakar  Kr. 81.747.000

 

Kostnaðaráætlunin var 43.807.000 og var því lægsta tilboð 9,51% yfir kostnaðaráætlun.

Tækniþjónusta SÁ mun nú yfirfara tilboðin og athuga hvort þau standist útboðsskilmála.

Þessar endurbætur munu flytja fráveitu bæjarins í eina útrás í stað tveggja eins er í dag. Verkframkvæmdir munu ekki byrja fyrr en eftir að fjölskyldudögum lýkur og áætluð verklok eru 15. október.