þrettándagleðin í ár

Kæru íbúar.


Okkur þykir leitt að tilkynna að þrettándagleðin í ár (2019) fellur niður að þessu sinni. Við gerum okkur grein fyrir því að viðburðurinn er vel metinn og margir hafa tekið þátt undanfarin ár. Um leið og við biðjum alla íbúa Voga og Vatnsleysustrandar afsökunar á þessu, fullvissum við ykkur um að við munum halda Þrettándagleði með glæsibrag að ári liðnu. Með bestu kveðum og óskum um gleðilegt ár.


kveðja,
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri