Þorrablót á leikskólanum

Miðvikudaginn 29. janúar síðastliðinn buðu nemendur og starfsfólk Heilsuleikskólans Suðurvalla eldri borgurum í sveitarfélaginu á þorrablót en það er orðin árleg hefð. Á leikskólanum var tekið höfðinglega á móti gestunum og elstu nemendurnir héldu söngtónleika, þá var gestum boðið að ganga um skólann og kynna sér starfsemina og að lokum var borðaður þorramatur. Sérstaklega var gaman að sjá að yngri kynslóðin tók hraustlega til matar síns og smakkaði jafnt súra matinn sem annan, meira að segja hákarlinn líka. 

Eldri borgarar kunna vel að meta þetta heimboð sem og önnur samskipti við leikskólann.