Sveitarfélagið Vogar auglýsir eftir metnaðarfullum einstaklingi til að taka að sér fjölþætt starf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Sviðsstjóri veitir sviðinu faglega og stjórnunarlega forystu og starfar í samræmi við stefnu sveitarfélagsins og lög og reglugerðir er varða starfsemina. Sviðsstjóri leiðir umbætur ferla og úrlausn verkefna til aukinnar skilvirkni og þjónustu sviðsins. Töluverð uppbygging innviða er fyrirhuguð í sveitarfélaginu og mun viðkomandi leiða þau verkefni auk virkrar þátttöku í uppbygingar- og þróunarverkefnum.
Helstu verkefni
Menntunar- og hæfnikröfur
Í Sveitarfélaginu Vogum búa um 1.900 manns og er það umkringt fallegri náttúru Reykjanessins auk nálægðar við sjó með skemmtilegum gönguleiðum og fuglalífi. Sveitarfélagið er vel staðsett í nágrenni við þjónustu höfuðborgarsvæðisins og alþjóðaflugvallar en býður upp á kyrrlátt, vinalegt og fjölskylduvænt umhverfi.
Undir umhverfis- og skipulagssvið fellur starfsemi skipulags-, umhverfis-, byggingar-, umferðar- og samgöngumála og þjónustumiðstöðvar. Auk þess rekstur mannvirkja sveitarfélagsins, vatnsveitu og fráveitu. Brunavarnir og hreinlætismál eru rekin í byggðasamlagi með öðrum sveitarfélögum á svæðinu og er sviðsstjóri tengiliður þess auk samstarfs á sviði almannavarna. Sveitarfélagið hefur vaxið ört undanfarin ár sem kallar á innviðauppbyggingu sem sviðsstjóri mun leiða auk þátttöku í spennandi þróunar- og uppbyggingarverkefnum sem eru í farvatninu innan sveitarfélagsins.
Umsóknum skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá, auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Nánari upplýsingar
Geirlaug Jóhannsdóttir – geirlaug@hagvangur.is