Sveitarfélagið Vogar auglýsir eftir metnaðarfullum einstaklingi til að taka að sér fjölþætt starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs sem er nýtt fagsvið hjá sveitarfélaginu. Sviðsstjóri veitir sviðinu faglega og stjórnunarlega forystu og starfar í samræmi við stefnu sveitarfélagsins og lög og reglugerðir er varða starfsemina. Sviðsstjóri er mótandi í starfi sínu og hefur frumkvæði að notendamiðaðri þjónustu og lausn verkefna er varða farsæld barna og velferð íbúa.
Helstu verkefni
Menntunar- og hæfnikröfur
Í Sveitarfélaginu Vogum búa um 1.900 manns og er það umkringt fallegri náttúru Reykjanessins auk nálægðar við sjó með skemmtilegum gönguleiðum og fuglalífi. Sveitarfélagið er vel staðsett í nágrenni við þjónustu höfuðborgarsvæðisins og alþjóðaflugvallar en býður upp á kyrrlátt, vinalegt og fjölskylduvænt umhverfi.
Á fjölskyldusviði eru m.a. Stóru-Vogaskóli, Heilsuleikskólinn Suðurvellir en skóla- og velferðarþjónusta veitt í samstarfi við nágrannasveitarfélag. Í Sveitarfélaginu Vogum er fjölbreytt velferðar- og frístundastarf fyrir íbúa á öllum aldri og er samfélagið ríkt af félagsauði. Það birtist meðal annars í öflugu samstarfi leik- og grunnskóla sem og góðu samstarfi leik- og grunnskólabarna við eldri borgara. Í sveitarfélaginu eru fjölmörg félagasamtök sem sinna mikilvægu hlutverki í samstarfi við sveitarfélagið. Í íþróttamiðstöð sveitarfélagsins er sundlaug og fjölbreytt íþróttaaðstaða fyrir skólana, íþróttafélög og bæjarbúa.
Umsóknum skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá, auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Nánari upplýsingar
Geirlaug Jóhannsdóttir – geirlaug@hagvangur.is