Bæjarráð samþykkti á fundi sínum síðdegis í gær að veita Knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Þróttar styrk og bjóða þannig íbúum og stuðningsmönnum til heimaleiksins á laugardaginn 6. september.
Jafnframt er liðinu óskað góðs gengis í spennandi loka umferðum deildarinnar.
Við hvetjum að sjálfsögðu íbúa og aðra stuðningsmenn til að fjölmenna á leikinn sem hefst klukkan 14:00 og styðja okkar frábæra lið!
