Sumarstörf - Flokkstjóri í Vinnuskóla

Flokkstjóri Vinnuskóla, 4-6 störf í boði

Vinnuskólinn leitar að flokksstjórum til að starfa við skólann sumarið 2022. Starfstímabilið er frá 16. maí til 19. ágúst. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri og hafi ríka þjónustulund og séu sjálfstæðir.

Flokkstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna. Flokkstjórar vinna með unglingunum og sýna þeim hvernig staðið skal að verki og leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum.


Vinnuskóli Sveitarfélagsins Voga er vímulaus vinnustaður

Nánari upplýsingar um starf flokkstjóra veitir:

Davíð Viðarsson, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs í síma 440-6207 eða Ellen Lind Ísaksdóttir, yfirflokkstjóri í síma 855-6234


Allir eru hvattir til að sækja um ofangreind störf.

Umsóknir sendist rafrænt á vinnuskoli@vogar.is fyrir 6. maí næstkomandi.