Sumarsöngnámskeið í Vogunum

Berta Dröfn Ómarsdóttir býður upp á söngnámskeið í Vogunum 8.-12. júní fyrir börn á aldrinum 8-13 ára (2.-7. bekkur). Kennt verður í litlum hópum, í 50 mín á dag.

Farið verður yfir undirstöðuatriði í söngtækni og framkomu. Unnið verður markvisst að viðhalda og varðveita sönggleði, sköpunarkraft og sjálfstraust nemandans. Hver nemandi fær hljóðupptöku af sér syngja sem unnin er í samstarfi við Haffa Tempó. Einnig verða tónleikar þar sem afraksturinn verður sýndur.

Verð er 15.000 kr. Innifalið er fræðsla, söngtímar, leikir, hljóðupptaka og framkoma á tónleikum.

Athugið að takmarkað pláss er á námskeiðinu og gildir fyrstur kemur fyrstur fær. Skráning fer fram hjá Bertu á netfanginu berta@berta.is.